Viðskipti erlent

Exxon Mobile með mesta hagnað í sögunni

Bandaríski olíurisinn Exxon Mobile hagnaðist um tæplega 15 milljarða dollara eða um 1.700 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Er þetta mesti hagnaður hjá skráðu félagi á einum ársfjórðungi í sögunni.

Hagnaðurinn, eins og hjá öðrum olíufélögum, skýrist af himinháu heimsmarkaðsverði á olíu seinnihluta sumarsins.

Hagnaður Exxon var þá töluvert meiri en sérfræðingar höfðu spáð um en þeir reiknuðu með rúmlega 12 milljörðum dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×