Viðskipti erlent

Stefnir í versta mánuð á Wall Street í 20 ár

Vísitölur á mörkuðum í Wall Street hafa lækkað við opnunina í dag og þar með stefnir í að október verði versti mánuður í sögu Wall Street undanfarin 20 ár.

Dow-Jones vísitalan lækkaði um 0,3%, S&P 500 lækkaði um 0,4% og Nasdaq um 1,6% er markaðarnir við opnunina í dag.

Bandaríkin eru nú á leið inn í kreppu samkvæmt alþjóðlegum staðli yfir slíkt ástand. Hagvöxtur varð neikvæðum um 0,3% á þriðja ársfjórðung og ekkert bendir til annars en að hann verði einnig neikvæður á þeim fjórða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×