Viðskipti erlent

Spáir gjaldþroti 25 flugfélaga fyrir áramót

Sænskur sérfræðingur í rekstri flugfélaga spáir því að 25 flugfélög verði orðin gjaldþrota fyrir áramót.

Sérfræðingurinn, Anders Lindman, segir í samtali við Aftonbladet að alltof mörg flugfélög séu starfandi í heiminum í dag og nú sé efnahagsástandið þannig að mörg þeirra muni ekki lifa það af.

Í umfjöllun vefsíðunnar E24.no um málið kemur fram að norskir sérfræðingar séu sammála þessu mati Lindman. Þannig segir Espen Andersen við Handelshöyskolen að flugfélagageirinn sé í mjög erfiðri stöðu.

"Hagnaður félaganna er næstum enginn og mörgum er haldið lifandi í öndunarvél," segir Andersen.

Gjaldþrot Sterling kemur þessum mönnum ekki á óvart en þeir nefna að fleiri en lággjaldaflugfélög séu svo gott sem gjaldþrota. Til sögunnar eru nefnd félög á borð við Olympic Airways og Alitalia. Raunar segir einn sérfræðingurinn að það að reyna að bjarga Alitalia sé eins og að reyna að fóðra dauðan hest.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×