Viðskipti erlent

House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr, hagnaði í fyrra

House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr. hagnaði á fyrsta heila árinu undir stjórn nýrra eigenda sinna, Highland Group Holdings. Því ári lauk í lok janúar í ár. Baugur er sem kunnugt er meðal eiganda Highland Group.

Í tilkynningu frá Highland Group um árið í fyrra kemur m.a. fram að salan hjá House of Fraiser meir en þrefaldaðist á árinu og nam yfir einum milljarði punda eða um 200 milljörðum kr.

Fram kemur í tilkynningunni að salan í ár hafi aukist um 2,7% fram til 25. október s.l. en það skýrist að stórum hluta af opnun tveggja nýrra verslana í mars, annarar í Belfast og hinnar í High Wycombe. Opnun á nýrri verslun í Bristol í síðasta mánuði hjálpaði einnig til.

Framundan er svo opnunin á fjórðu nýju verlsununni í ár en hún verður staðsett í Westfield í vesturhluta London.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×