Viðskipti erlent

Danske Bank fær lán beint frá Seðlabanka Bandaríkjanna

Danske Bank stendur nú til boða að fá 29,5 milljarða dollara lán, eða rúmlega 3.000 milljarða kr., beint frá Seðlabanka Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Tonny T. Andersen fjármálastjóri Danske Bank.

Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að Danske Bank sé eini danski bankinn sem fái möguleika á slíku láni. Kemur það til viðbótar þeim lánum og tryggingum sem bankinn getur fengið frá Seðlabanka Danmerkur.

Tonny segir að lánið frá Seðlabanka Bandaríkjanna sé mjög mikilvægt þar sem það veiti bankanum aðgang að dollurum. Danir hafa eins og mörg önnur Evrópulönd glímt við skort á dollurum á mörkuðum sínum undanfarnar vikur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×