Viðskipti erlent

Lúxusbílar seljast enn í Sádí

Range Rover voru meðal bifreiða á lúxussýningunni í Jeddah.
Range Rover voru meðal bifreiða á lúxussýningunni í Jeddah. MYND/B&L

Þó drossíurnar safni ryki á íslenskum bílasölum að eru ekki allir hættir að kaupa lúxusbíla. Bílasalar á lúxusbílasýningu í Jeddah í Sádi Arabíu veðja í það minnsta á það að ekkert dragi úr sölu á Ferrari, Maserati og öðrum fokdýrum farartækjum.

Talsmaður sænska bílaframleiðandans Koenigsegg sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að alþjóðleg kreppa hefði lítil áhrif þar um slóðir. Sjálfur var hann staddur á sýningunni til að kynna nýjan bíl sem kostar eina og hálf milljón evrur. Eða sem samsvarar rúmum 228 milljónum íslenskra króna.

Innflytjandi Ferrari og Maserati hefur það sem af er ári selt 118 Maserati bíla í Sádi Arabíu, og kostar hver um sig rúmar 22 milljónir. Hann sagðist í samtali við Reuters reikna með að selja fleiri á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×