Viðskipti erlent

Salan í nýrri Hamleys verslun 60% yfir spám

Hamleys. Mynd/ AFP.
Hamleys. Mynd/ AFP.
Hamleys opnaði nýja leikfangaverslun var í Dublin í liðinni viku. Salan fyrstu vikuna fór 60 prósentum fram úr spám.

Verslunin selur úrval leikfanga, bæði þau nýjustu sem og sígild leikföng sem hafa kætt börn margra kynslóða, að ógleymdu hinu óvenjulega og sérviskulega dóti, sem einnig má finna í Hamleys. Um 60 manns starfa í verslunni.

Þann 4. nóvember verður svo opnuð ný og glæsileg 3.200 fermetra verslun í Dubai. Í Dubai Mall verslanamiðstöðinni verða rösklega 1200 verslanir. Í fréttatilkynningu frá Baugi segir að þetta sé allt hluti af alþjóðlegri útrás Hamleys en fyrirhugað sé að opna nýjar verslanir bæði í Bretlandi og erlendis á komandi árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×