Viðskipti erlent

Sjælsö Gruppen í vandræðum - minnkar væntingar um 50%

Sjælsö Gruppen á í vandræðum þessa stundina og hefur dregið úr væntingum sínum um hagnað ársins um 50%. Áður taldi Sjælsö Gruppen að hagnaðurinn yrði á bilinu 5-700 milljónir danskra kr, en nú telur félagið að hann liggi á milli 250 til 300 milljón danskra kr. eða um 6 milljarða kr.

Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsö Gruppen í gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Á vefsíðunni Direckt kemur fram að Sjælsö eigi í vandræðum með að útvega fjármagn og því skeri félagið niður væntingar sínar um árið. Sökum vændræðanna þurfi félagið að fresta ýmsum verkefnum sínum frá þessu ári og fram á það næsta.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að vandamálið sé að mestu bundið við danska markaðinn en hafi ekki áhrif á pólska markaðinn í sama mæli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×