Viðskipti erlent

Eksportfinans efast um að Glitnir ætli að endurborga lánin

Gisele Marchand forstjóri Eksportfinans efast um að Glitnir ætli að endurgreiða þeim þá tæpu 7 milljarða kr. í lánum sem bankinn hélt eftir vegna "kerfisvillu".

Þetta kemur fram í viðtali Dagens Nærlingsliv (DN) við Gisele. "Þeir (Glitnir) segja að þeir geti ekki greitt einum kröfuhafa án þess að ganga á rétt annarra kröfuhafa," segir Gisele sem óskar þess að staðan væri önnur.

Skilanefnd Glitnis er ekki sammála þessu mati Gisele. Í tölvupósti til DN segir formaður nefndarinnar, Árni Tómasson, að of snemmt sé að álykta sem svo að Glitnir ætli ekki að endurgreiða þessa upphæð þar sem lögfræðingar þeirra séu enn að vinna í málinu.

"Við viljum gjarnan leysa þetta mál og endurgreiða Eksportfinans en við verðum að tryggja að með því skaðist ekki hagsmunir annarra kröfuhafa," segir í póstinum.

Gisele vill ekki tjá sig um hvort hún trúi því að kerfisvilla hafi verið orsök þess að upphæðin var ekki endurgreidd.

"Fyrir okkur var um fjárdrátt að ræða hvort sem hann var af mannavöldum eða vegna kerfisvillu," segir Gisele og bendir á að stjórn Glitnis beri ábyrgð eftir sem áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×