Porsche setur vogunarsjóði á hausinn með VW fléttu sinni 29. október 2008 16:24 Sportbílaframleiðandinn Porsche setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn með einni stærstu skortsölufléttu sögunnar. Til þessa notaði Porsche eignarhlut sinn í Volkswagen. Talið er að vogunarsjóðirnir sem gengu í "gildru" Porsche hafi tapað allt að 20 milljörðum dollara, eða 2.300 milljörðum kr. og því ljóst að margir þeirra munu ekki lifa tapið af. Fjallað er um málið í breska blaðinu Independent. Skortsölufléttan var í stuttu máli þannig að undanfarna mánuði hefur Porsche, yfirvegað og leynilega, byggt upp hlut sinn í VW þannig að um helgina átti félagið orðið 74% hlutafjár. Um áramótin síðustu var hlutur Porsche hinsvegar aðeins 35%. Á sama tíma og þetta var að gerast öllum að óvörum byrjuðu hlutabréf í VW að falla í verði og var hinni almennu fjármálakreppu kennt um. Vogunarsjóðir voru fljótir að sjá skyndigróða í falli bréfa VW og tóku stórar skortsölur í bréfunum þar sem þeir töldu að þau myndu halda áfram að falla. Um helgina tilkynnti Porsche svo opinberlega að það ætti orðið 74% í VW. Við þau tíðindi ruku hlutabréfin upp um 400% á tveimur dögum. Hagnaður Porsche var gríðarlegur og tap vogunnarsjóðanna að sama skapi mikið því þau neyddust umvörpum til að flýja úr skortstöðum sínum áður en ástandið yrði enn verra fyrir þá. Leynileg kaup Porsche á þessum mikla hlut í VW hafa vakið grunsemdir en sagan segir að þýska fjármálaeftirlitið hafa engan áhuga á að rannsaka hlut Porsche í þeim. Hinsvegar er eftirlitið að rannsaka kaup og sölur með hlutabréfin til að fá úr þvi skorið hvort um samræmdar aðgerðir vogunarsjóðanna hafi verið að ræða til að lækka hlutabréfin í VW. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sportbílaframleiðandinn Porsche setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn með einni stærstu skortsölufléttu sögunnar. Til þessa notaði Porsche eignarhlut sinn í Volkswagen. Talið er að vogunarsjóðirnir sem gengu í "gildru" Porsche hafi tapað allt að 20 milljörðum dollara, eða 2.300 milljörðum kr. og því ljóst að margir þeirra munu ekki lifa tapið af. Fjallað er um málið í breska blaðinu Independent. Skortsölufléttan var í stuttu máli þannig að undanfarna mánuði hefur Porsche, yfirvegað og leynilega, byggt upp hlut sinn í VW þannig að um helgina átti félagið orðið 74% hlutafjár. Um áramótin síðustu var hlutur Porsche hinsvegar aðeins 35%. Á sama tíma og þetta var að gerast öllum að óvörum byrjuðu hlutabréf í VW að falla í verði og var hinni almennu fjármálakreppu kennt um. Vogunarsjóðir voru fljótir að sjá skyndigróða í falli bréfa VW og tóku stórar skortsölur í bréfunum þar sem þeir töldu að þau myndu halda áfram að falla. Um helgina tilkynnti Porsche svo opinberlega að það ætti orðið 74% í VW. Við þau tíðindi ruku hlutabréfin upp um 400% á tveimur dögum. Hagnaður Porsche var gríðarlegur og tap vogunnarsjóðanna að sama skapi mikið því þau neyddust umvörpum til að flýja úr skortstöðum sínum áður en ástandið yrði enn verra fyrir þá. Leynileg kaup Porsche á þessum mikla hlut í VW hafa vakið grunsemdir en sagan segir að þýska fjármálaeftirlitið hafa engan áhuga á að rannsaka hlut Porsche í þeim. Hinsvegar er eftirlitið að rannsaka kaup og sölur með hlutabréfin til að fá úr þvi skorið hvort um samræmdar aðgerðir vogunarsjóðanna hafi verið að ræða til að lækka hlutabréfin í VW.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira