Viðskipti erlent

Atvinnuleysi minnkar í Þýskalandi og Danmörku

Þrátt fyrir lausafjárkreppuna minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi í október. Atvinnuleysi mælist nú 7.6% í Þýskalandi og fjöldi atvinnulausra er nú undir 3 milljónum í fyrsta skipti í 16 ár.

Þá fer atvinnuleysi enn minnkandi í Danmörku öllum að óvörum því atvinnuleysi þar hefur ekki verið lægra í áratugi. Mælist það nú aðeins 1,7%.

Greining Glitnis fjallar um atvinnuleysið í Þýskalandi í Morgunkorni sínu. Þarsegir að atvinnuleysið hafi náð hámarki í febrúar 2005 þegar fjöldi atvinnulausra var 5,6 milljónir og atvinnuleysi var 12%.

Atvinnuleysistölur nú stangast á við aðra hagvísa sem benda eindregið til þess að verulega hafi hægt á þýska hagkerfinu undanfarna mánuði. Af þessum sökum er ekki búist við að þessi bati vinnumarkaðarins vari lengi en atvinnuleysi fylgir hagsveiflunni jafnan með nokkurri töf.

Því er þess vænst að viðsnúningur verði í þróun á þýskum vinnumarkaði fljótlega og atvinnuleysi taki að aukast á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×