Viðskipti erlent

Lækkun í Asíu - svartasti mánuður hingað til

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og er nú ljóst að hlutabréfavísitölur álfunnar hafa aldrei litið jafnsvartan mánuð og þann sem lýkur í dag.

Til að mynda féllu bréf í Mazda-verksmiðjunum japönsku um 14 prósent og lækkaði Nikkei-vísitalan þar í landi um tæp fimm prósent. Starfsmaður greiningardeildar í Tokýó lét þau orð falla í viðtali við Bloomberg að hækkunin í gær hefði verið of góð til að vera sönn og nú myndu fjárfestar að öllum líkindum stíga mjög varlega til jarðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×