Viðskipti erlent

Samdráttur í bandarískri landsframleiðslu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Samdráttur sem nemur 0,3 prósentum varð í landsframleiðslu Bandaríkjanna á þriðja ársfjórðungi og hefur niðursveiflan ekki verið meiri síðan í kjölfar hryðjuverkaárásanna haustið 2001.

Einn stjórnenda bandaríska seðlabankans gaf fyrirheit um að hugsanlega yrðu stýrivextir þar lækkaðir lítið eitt í viðbót, umfram lækkunina niður í eitt prósent sem er nýafstaðin. Búist er við frekari stýrivaxtalækkunum víðar um heiminn á næstu dögum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×