Pálmi: Ólýsanlega sárt að sjá Sterling verða gjaldþrota 29. október 2008 13:30 Pálmi Haraldsson Pálmi Haraldsson, eigandi danska flugfélagsins Sterling, sem lýst var gjaldþrota í morgun, segir það ólýsanlega sárt að horfa á eftir félaginu í gjaldþrot. Hann segist hafa reynt að gera allt til að bjarga flugfélaginu en verið ofurliði borinn vegna orðspors Íslendinga erlendis. „Þetta eru mestu vonbrigðin á viðskiptaferlinum mínum," segir Pálmi í samtali við Vísi. Hann segir Sterling hafa verið vel fjármagnað félag með engar vaxtaberandi skuldir. „Ég var eini lánadrottinn félagsins fyrir utan birgja," segir Pálmi. En hvernig gat Sterling þá farið á hausinn? „Það sem hefur gerst er að við misstum allt lánstraust í einu vetfangi. Allt í einu hættu menn að treysta Íslendingum og þá þurfti Sterling að staðgreiða allt. Eins og allir vita þá er vonlaust að fá lausafé nú um stundir, sérstaklega ef fyrirtækið eða eigendurnir tengjast Íslandi. Íslendingar eru rúnir öllu trausti í útlöndum. Ég er búinn að kaupa 450 milljónir danskar krónur á síðustu sextíu dögum. Fyrir ári hefði það kostað mig um fimm milljarða en núna kostar það níu milljarða. Það segir sig sjálft að slíkt er erfitt," segir Pálmi. Aðspurður hversu miklu hann tapi á gjaldþroti Sterling segist Pálmi ekki geta gefið það upp. „En það er mjög há fjárhæð," bætir hann við. Ursula Bresemann, trúnaðarmaður flugliða hjá Sterling, sakaði Pálma í morgun um svik í viðtali við fréttavefinn Take Off. Pálmi segist vel geta skilið reiði hennar. „Þetta er auðvitað sárt en það eru leikreglur í gangi þegar kemur að gjaldþrotum. Það má ekki mismuna lánadrottnum," segir Pálmi en bætir við að sem betur fái starfsmenn greidd laun og flestir farþegar ferðir sínar bættar á næstunni. Og Pálmi er varla vinsælasti maðurinn í Kaupmannahöfn eftir atburði morgunsins. Aðspuður hvort hann hyggi á ferð til Danmerkur á næstunni svarar hann: „Nei, ég held fari frekar bara til Alicante." Tengdar fréttir Sterling verður lýst gjaldþrota í dag Flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinganna Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður lýst gjaldþrota um leið og siglinga- og verslunarrétturinn í Kaupmannahöfn verður opnaður á eftir. 29. október 2008 07:07 700 Sterling strandaglópar á Gatwick Um það bil 700 ferðalangar eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli á Englandi í kjölfar gjaldþrots Sterling Airlines. Þetta kemur fram á heimasíðu breska blaðsins Travel Weekly. Þar segir að þúsundir til viðbótar séu fastir víðsvegar um Evrópu en Sterling voru með 27 flugvélar í rekstri og um 40 áfangastaði. 29. október 2008 10:59 Hlutabréf í SAS hækka mikið eftir að Sterling fór í þrot Hlutabréf í SAS flugfélaginu hafa hækkað mikið í morgun í kjölfar gjaldþrotsins hjá Sterling. Nam hækkunin á tímabili i morgun rúmlega 21% en Sterling var höfuðkeppinautur SAS í Danmörku. 29. október 2008 12:57 Yfir 30.000 farþega Sterling án flugs og starfsmenn fá ekki laun Talið er að yfir 30.000 farþegar Sterling séu nú strandaglópar víða um heiminn en Sterling var næststærsta flugfélag Danmerkur. Þá liggur fyrir að um 1.100 starfsmenn félagsins fá ekki greidd laun sín fyrir október. 29. október 2008 09:54 Vilja flýta breytingum á reglum um ferðatryggingar vegna falls Sterling Jafnaðarmenn í Danmörku þrýsta nú á dönsku ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp um að ferðatryggingasjóður dekki allar tegundir ferða. 29. október 2008 10:50 Sakar Pálma um svik við starfsmenn Sterling Mikil reiði er meðal 1100 starfsmanna danska flugfélagsins Sterling sem óttast að fá ekki laun sín borguð fyrir þennan mánuð. 29. október 2008 10:27 Norwegian yfirtekur hluta af þrotabúi Sterling Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun yfirtaka hluta af þrotabúi Sterlings. Þetta verður tilkynnt á blaðamannafundi á Kastrup nú síðdegis. 29. október 2008 14:30 Flugvellir og ferðaskrifstofur tapa miklu á gjaldþroti Sterling Bæði rekstarfélög flugvalla og ferðaskrifstofur munu tapa miklum fjárhæðum á gjaldþroti danska flugfélagsins Sterling. Eftir því sem segir á skandinavíska ferðafréttavefnum takeoff.dk mun Kastrup-flugvöllur missa tíunda hvern farþega sem fer um völlinn og í Billund er hlutfallið 20 prósent. 29. október 2008 11:37 Korthafar gætu fengið endurgreidda flugmiða Sterling Þeir sem borguðu flugmiða sína hjá Sterling með alþjóðlegum greiðslukortum hjá Visa, Master Card og hugsanlega Diners fá miðana hugsanlega endurgreidda. 29. október 2008 10:01 SAS býður ókeypis flug fyrir strandaglópa Sterling SAS flugfélagið hefur ákveðið að aðstoða þá farþega sem eru strandaglópar víða um heim eftir gjaldþrot Sterling. Býður SAS þeim ókeypis flug til Kaupmannahafnar svo framarlega sem laus sæti eru til staðar í viðkomandi flugvélum. 29. október 2008 08:52 Sterling seldi flugmiða tæpum klukkutíma fyrir gjaldþrotið Í ljós hefur komið að Sterling seldi flugmiða allt þar til aðeins klukkutíma áður en félagið tilkynnti um gjaldþrot sitt. 29. október 2008 11:16 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Pálmi Haraldsson, eigandi danska flugfélagsins Sterling, sem lýst var gjaldþrota í morgun, segir það ólýsanlega sárt að horfa á eftir félaginu í gjaldþrot. Hann segist hafa reynt að gera allt til að bjarga flugfélaginu en verið ofurliði borinn vegna orðspors Íslendinga erlendis. „Þetta eru mestu vonbrigðin á viðskiptaferlinum mínum," segir Pálmi í samtali við Vísi. Hann segir Sterling hafa verið vel fjármagnað félag með engar vaxtaberandi skuldir. „Ég var eini lánadrottinn félagsins fyrir utan birgja," segir Pálmi. En hvernig gat Sterling þá farið á hausinn? „Það sem hefur gerst er að við misstum allt lánstraust í einu vetfangi. Allt í einu hættu menn að treysta Íslendingum og þá þurfti Sterling að staðgreiða allt. Eins og allir vita þá er vonlaust að fá lausafé nú um stundir, sérstaklega ef fyrirtækið eða eigendurnir tengjast Íslandi. Íslendingar eru rúnir öllu trausti í útlöndum. Ég er búinn að kaupa 450 milljónir danskar krónur á síðustu sextíu dögum. Fyrir ári hefði það kostað mig um fimm milljarða en núna kostar það níu milljarða. Það segir sig sjálft að slíkt er erfitt," segir Pálmi. Aðspurður hversu miklu hann tapi á gjaldþroti Sterling segist Pálmi ekki geta gefið það upp. „En það er mjög há fjárhæð," bætir hann við. Ursula Bresemann, trúnaðarmaður flugliða hjá Sterling, sakaði Pálma í morgun um svik í viðtali við fréttavefinn Take Off. Pálmi segist vel geta skilið reiði hennar. „Þetta er auðvitað sárt en það eru leikreglur í gangi þegar kemur að gjaldþrotum. Það má ekki mismuna lánadrottnum," segir Pálmi en bætir við að sem betur fái starfsmenn greidd laun og flestir farþegar ferðir sínar bættar á næstunni. Og Pálmi er varla vinsælasti maðurinn í Kaupmannahöfn eftir atburði morgunsins. Aðspuður hvort hann hyggi á ferð til Danmerkur á næstunni svarar hann: „Nei, ég held fari frekar bara til Alicante."
Tengdar fréttir Sterling verður lýst gjaldþrota í dag Flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinganna Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður lýst gjaldþrota um leið og siglinga- og verslunarrétturinn í Kaupmannahöfn verður opnaður á eftir. 29. október 2008 07:07 700 Sterling strandaglópar á Gatwick Um það bil 700 ferðalangar eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli á Englandi í kjölfar gjaldþrots Sterling Airlines. Þetta kemur fram á heimasíðu breska blaðsins Travel Weekly. Þar segir að þúsundir til viðbótar séu fastir víðsvegar um Evrópu en Sterling voru með 27 flugvélar í rekstri og um 40 áfangastaði. 29. október 2008 10:59 Hlutabréf í SAS hækka mikið eftir að Sterling fór í þrot Hlutabréf í SAS flugfélaginu hafa hækkað mikið í morgun í kjölfar gjaldþrotsins hjá Sterling. Nam hækkunin á tímabili i morgun rúmlega 21% en Sterling var höfuðkeppinautur SAS í Danmörku. 29. október 2008 12:57 Yfir 30.000 farþega Sterling án flugs og starfsmenn fá ekki laun Talið er að yfir 30.000 farþegar Sterling séu nú strandaglópar víða um heiminn en Sterling var næststærsta flugfélag Danmerkur. Þá liggur fyrir að um 1.100 starfsmenn félagsins fá ekki greidd laun sín fyrir október. 29. október 2008 09:54 Vilja flýta breytingum á reglum um ferðatryggingar vegna falls Sterling Jafnaðarmenn í Danmörku þrýsta nú á dönsku ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp um að ferðatryggingasjóður dekki allar tegundir ferða. 29. október 2008 10:50 Sakar Pálma um svik við starfsmenn Sterling Mikil reiði er meðal 1100 starfsmanna danska flugfélagsins Sterling sem óttast að fá ekki laun sín borguð fyrir þennan mánuð. 29. október 2008 10:27 Norwegian yfirtekur hluta af þrotabúi Sterling Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun yfirtaka hluta af þrotabúi Sterlings. Þetta verður tilkynnt á blaðamannafundi á Kastrup nú síðdegis. 29. október 2008 14:30 Flugvellir og ferðaskrifstofur tapa miklu á gjaldþroti Sterling Bæði rekstarfélög flugvalla og ferðaskrifstofur munu tapa miklum fjárhæðum á gjaldþroti danska flugfélagsins Sterling. Eftir því sem segir á skandinavíska ferðafréttavefnum takeoff.dk mun Kastrup-flugvöllur missa tíunda hvern farþega sem fer um völlinn og í Billund er hlutfallið 20 prósent. 29. október 2008 11:37 Korthafar gætu fengið endurgreidda flugmiða Sterling Þeir sem borguðu flugmiða sína hjá Sterling með alþjóðlegum greiðslukortum hjá Visa, Master Card og hugsanlega Diners fá miðana hugsanlega endurgreidda. 29. október 2008 10:01 SAS býður ókeypis flug fyrir strandaglópa Sterling SAS flugfélagið hefur ákveðið að aðstoða þá farþega sem eru strandaglópar víða um heim eftir gjaldþrot Sterling. Býður SAS þeim ókeypis flug til Kaupmannahafnar svo framarlega sem laus sæti eru til staðar í viðkomandi flugvélum. 29. október 2008 08:52 Sterling seldi flugmiða tæpum klukkutíma fyrir gjaldþrotið Í ljós hefur komið að Sterling seldi flugmiða allt þar til aðeins klukkutíma áður en félagið tilkynnti um gjaldþrot sitt. 29. október 2008 11:16 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sterling verður lýst gjaldþrota í dag Flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinganna Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður lýst gjaldþrota um leið og siglinga- og verslunarrétturinn í Kaupmannahöfn verður opnaður á eftir. 29. október 2008 07:07
700 Sterling strandaglópar á Gatwick Um það bil 700 ferðalangar eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli á Englandi í kjölfar gjaldþrots Sterling Airlines. Þetta kemur fram á heimasíðu breska blaðsins Travel Weekly. Þar segir að þúsundir til viðbótar séu fastir víðsvegar um Evrópu en Sterling voru með 27 flugvélar í rekstri og um 40 áfangastaði. 29. október 2008 10:59
Hlutabréf í SAS hækka mikið eftir að Sterling fór í þrot Hlutabréf í SAS flugfélaginu hafa hækkað mikið í morgun í kjölfar gjaldþrotsins hjá Sterling. Nam hækkunin á tímabili i morgun rúmlega 21% en Sterling var höfuðkeppinautur SAS í Danmörku. 29. október 2008 12:57
Yfir 30.000 farþega Sterling án flugs og starfsmenn fá ekki laun Talið er að yfir 30.000 farþegar Sterling séu nú strandaglópar víða um heiminn en Sterling var næststærsta flugfélag Danmerkur. Þá liggur fyrir að um 1.100 starfsmenn félagsins fá ekki greidd laun sín fyrir október. 29. október 2008 09:54
Vilja flýta breytingum á reglum um ferðatryggingar vegna falls Sterling Jafnaðarmenn í Danmörku þrýsta nú á dönsku ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp um að ferðatryggingasjóður dekki allar tegundir ferða. 29. október 2008 10:50
Sakar Pálma um svik við starfsmenn Sterling Mikil reiði er meðal 1100 starfsmanna danska flugfélagsins Sterling sem óttast að fá ekki laun sín borguð fyrir þennan mánuð. 29. október 2008 10:27
Norwegian yfirtekur hluta af þrotabúi Sterling Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun yfirtaka hluta af þrotabúi Sterlings. Þetta verður tilkynnt á blaðamannafundi á Kastrup nú síðdegis. 29. október 2008 14:30
Flugvellir og ferðaskrifstofur tapa miklu á gjaldþroti Sterling Bæði rekstarfélög flugvalla og ferðaskrifstofur munu tapa miklum fjárhæðum á gjaldþroti danska flugfélagsins Sterling. Eftir því sem segir á skandinavíska ferðafréttavefnum takeoff.dk mun Kastrup-flugvöllur missa tíunda hvern farþega sem fer um völlinn og í Billund er hlutfallið 20 prósent. 29. október 2008 11:37
Korthafar gætu fengið endurgreidda flugmiða Sterling Þeir sem borguðu flugmiða sína hjá Sterling með alþjóðlegum greiðslukortum hjá Visa, Master Card og hugsanlega Diners fá miðana hugsanlega endurgreidda. 29. október 2008 10:01
SAS býður ókeypis flug fyrir strandaglópa Sterling SAS flugfélagið hefur ákveðið að aðstoða þá farþega sem eru strandaglópar víða um heim eftir gjaldþrot Sterling. Býður SAS þeim ókeypis flug til Kaupmannahafnar svo framarlega sem laus sæti eru til staðar í viðkomandi flugvélum. 29. október 2008 08:52
Sterling seldi flugmiða tæpum klukkutíma fyrir gjaldþrotið Í ljós hefur komið að Sterling seldi flugmiða allt þar til aðeins klukkutíma áður en félagið tilkynnti um gjaldþrot sitt. 29. október 2008 11:16