Viðskipti erlent

Norðmenn lækka stýrivexti í annað sinn í október

Norski seðlabankinn ákvað í dag að lækka stýrivexti sína og er þetta í annað sinn sem vextirnir eru lækkaðir í þessum mánuði. Lækkunin nú nemur hálfu prósentustigi og eru vextirnir því komnir niður í 4,75%.

Samhliða ákvörðunni nú kom fram hjá Svein Gjedrem seðlabankastjóra Noregs að búast mætti við frekari stýrivaxtalækkunum í náinni framtíð. Þannig reiknar bankinn með að vextirnir verði komnir í 4,25% á næsta ári og 3,75% árið 2010.

Ástæðan fyrir stýrivaxtalækkuninni í Noregi er fjármálakreppan og sá mikli samdráttur sem framundan er í efnahagslífi landsins.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×