Viðskipti erlent

700 Sterling strandaglópar á Gatwick

Frá Gatwick. Myndin tengist að öðru leyti ekki fréttinni.
Frá Gatwick. Myndin tengist að öðru leyti ekki fréttinni.

Um það bil 700 ferðalangar eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli á Englandi í kjölfar gjaldþrots Sterling Airlines. Þetta kemur fram á heimasíðu breska blaðsins Travel Weekly. Þar segir að þúsundir til viðbótar séu fastir víðsvegar um Evrópu en Sterling voru með 27 flugvélar í rekstri og um 40 áfangastaði.

Breska flugmálastjórnin er að vinna í því að finna út hve margir farþegar hafi bókað ferðir sínar í gegnum ferðaskrifstofur en þeir fá tap sitt bætt. Þeir sem keyptu ferðir beint af Sterling verða hins vegar að sjá um sig sjálfir.

Þá er haft eftir forsvarsmönnum flugfélagsins að fjármálakrísan á Íslandi hafi ollið gjaldþroti Sterling en blaðið bendir á að óveðurskýin hafi verið að hrannast upp í formi hækkandi olíuverðs á árinu og minni eftirspurnar. Þá er bent á að það sem af er ári hafi um 30 flugfélög farið á hausinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×