Viðskipti erlent

Shell skilar 1.300 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi

Hollenska olíufélagið Shell skilaði 10,9 milljarða dollara hagnaði, eða um 1.300 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Stafar hagnaðurinn einkum af hinu háa heimsmarkaðsverði á olíu seinnipart sumars.

Hið háa verð meir en vóg upp á móti 7% samdrætti í framleiðslu félagsins á olíu og gasi. Hagnaðurinn nú er meir en 50% hærri en hann var á sama tímabili í fyrra.

Hinsvegar er ekki reiknað með eins miklum hagnaði hjá Shell á síðasta ársfjórðungi ársins enda hefur olíuverðið fallið niður í rúma 60 dollara á tunnuna. Það fór hæst í sumar í 147 dollara á tunnuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×