Viðskipti erlent

Fé af Icesave-reikningum í Hollandi var lánað til Stork Food

Í ljós hefur komið að fé af Icesave-reikningum í Hollandi var lánað til Stork Food þar í landi. Stork er svo aftur í eigu Marel.

Samkvæmt frétt í hollenska blaðinu Volkskrant var um 240 milljónir evra að ræða eða um 32 milljarða kr. Þetta er rúmlega 10% inneigna sparifjáreigenda Icesave í Hollandi sem námu um 2 milljörðum evra er Landsbankinn varð gjaldþrota.

Fyrir utan þetta lán voru 70 milljónir evra eða um 12 milljarða kr. lánaðar til bílapartasölu í Montfort. Ennfremur segir í blaðinu að Landsbankinn hafi lánað tveimur hollenskum fasteignabröskurum 25 milljónir evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×