Viðskipti erlent

Danskur auðmaður styður íslenska stúdenta í Árósum

Frá Árósum.
Frá Árósum.

Danskur auðmaður hefur ákveðið að styðja íslenska stúdenta við Íþróttaháskólann í Árósum með fjárframlögum. Hann gerir þetta til að koma í vega fyrir að þeir neyðist til að hverfa frá námi vegna fjárhagsörðugleika.

Sjö íslenskir stúdentar við skólann sáu fram á að þurfa að hætta náminu vegna fjármálakreppunnar á Íslandi. Þá kom danski auðmaðurinn til og ákvað að veita stúdentunum styrk að uphæð 150.000 danskar kr, eða sem svarar til rúmlega 3 milljóna kr. Fjórir stúdentanna hafa þekkst boð Danans.

Samkvæmt frétt í Berlingske Tidende vill Daninn ekki að nafn hans komi fram opinberlega en hann mun vera tengdur Íslandi.

Í framhaldi af þessu ákvað Íþróttaháskólinn að setja upp á Facebook síðuna "Because we care" í þessari viku. Þar munu allir íslenskir námsmenn, íþróttafólk og listamenn sem eru í vandræðum vegna fjármálakreppunnar geta sótt um fjárhagsaðstoð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×