Viðskipti erlent

Hlutabréf í SAS hækka mikið eftir að Sterling fór í þrot

Hlutabréf í SAS flugfélaginu hafa hækkað mikið í morgun í kjölfar gjaldþrotsins hjá Sterling. Nam hækkunin á tímabili i morgun rúmlega 21% en Sterling var höfuðkeppinautur SAS í Danmörku.

Þá má því segja að hér sannist hið fornkveðna að eins dauði sé annars brauð. Fyrir hækkunin í morgun höfðu hlutabréfin í SAS fallið um 45% frá áramótum.

En það eru fleiri sem græða á falli Sterling eins og fram kemur á vefsíðunni E24.no.

Margir aðilar í ferðaþjónustu nota nú tækifærið til að bæta ímynd sína. Þannig auglýsir Norwegian, samstarfsaðili Sterling í Noregi, að farþegar á vegum Sterling í suðurhluta Evrópu geti komist heim með Norwegian á hálfvirði.

SAS hefur þegar sagt að Sterling-farþegar geti komist heim með SAS sér að kostnaðarlausu svo framarlega að laus sæti séu til staðar. Star Tour og Thomas Cook hafa boðið sömu þjónustu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×