Fleiri fréttir

Fær 10 milljarða á mánuði í afborgunum og vöxtum

Íslandsbanki fær um tíu milljarða króna í afborganir af lánum, í hverjum mánuði. Um helmingur þess eru vextir. Ný útlán bankans nema hins vegar ekki nema einum til tveimur milljörðum á mánuði. Ingimar Karl Helgason

Greining: Enn sama frostið á íbúðamarkaðinum

Samdráttur er enn umtalsverður á íbúðamarkaði og fá teikn á lofti um að það muni breytast neitt á næstunni. Í september var veltan í viðskiptum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu 45% minni en í sama mánuði í fyrra og samningarnir 37% færri.

Raungengi krónunnar hækkaði milli mánaða

Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 1,2% í september frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin er komin til bæði vegna þess að nafngengi krónunnar hækkaði um 0,5% og vegna þess að verðbólgan hér á landi var umfram það sem hún var í okkar helstu nágrannalöndum.

Heildarútlán ÍLS jukust um 84 prósent milli mánaða

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,9 milljörðum króna í september. Þar af voru rúmir 1,8 milljarðar vegna almennra lána og tæpir 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæp 84% frá fyrra mánuði sem má að mestu rekja til aukningar í leiguíbúðalánum frá fyrri mánuði.

GGE selur hlut sinn í kanadísku jarðorkufélagi

Kanadíska jarðorkufélagið Western Geopower hefur tilkynnt um að Geysir Green Energy hafi selt 18,2% hlut sinn í félaginu. Söluverðið nam 8,5 milljónum kanadadollara eða rétt tæpum milljarði kr.

Þjóðhagsáætlun 2010: Kaupmáttur rýrnar um 11,4%

Reiknað er með 11,4% samdrætti ráðstöfunartekna árið 2010 en kaupmáttur þeirra aukist á nýjan leik frá árinu 2012 samkvæmt nýrri þjóðhagsáætlun forsætisráðuneytisins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann mun þá hafa dregist saman um nærri fjórðung og vera í árslok 2011 álíka mikill og árið 2001.

Færeyingar taka yfir Vörð tryggingar

Føroya banki hefur eignast 51 prósents hlut í Verði tryggingum hf. fyrir 1.150 milljarða króna. Fyrri eigendur voru "vel opnir“ fyrir því að selja. Kaupin eru hluti af útrás bankans á tryggingamarkaði. Hugað er að frekari landvinningum.

Rangt að Coca-Cola hafi haft í hótunum við Nýja Kaupþing

Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformaður Vífilfells segir það rangt að til standi að afskrifa skuldir sem tengjast fyrirtækinu eða eignarhaldi á því. Hann segir rekstur Vífilfells vera í góðu horfi sem fyrr, þó hrun íslensk efnahagslífs hafi að sjálfsögðu sett sitt mark á félagið og eiganda þess.

Uppspretta: Örlánavefur kominn í loftið á netinu

Uppspretta er komin í loftið á netinu. Þetta er nýtt fyrirtæki sem veitir fólki og fyrirtækjum örlán og leiðir saman fólk með hugmyndir sem þarfnast fjármagn fyrir verkefni sín og þeirra sem tilbúnir eru til að lána fjármagn til slíkra verkefna.

Skuldabréfaveltan var 19,4 milljarðar

Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í dag nam 19,4 milljörðum kr. og hefur ekki verið meiri á einum degi á þessu ári. Þess ber að geta að Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða á markaðinum í morgun.

Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða

Útboð Seðlabankans í morgun á íbúðabréfum sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar falls bankanna fyrir ári viðist hafa verið nokkuð vel heppnað þótt ekki hafi öll bréfin skipt um hendur að þessu sinni. Alls voru seld bréf fyrir 11 milljarða kr.

Gjaldeyrisveltan eykst töluvert á millibankamarkaði

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 380 milljónir króna að jafnaði á dag í september eða 2,1 milljón evra. Er það mesta dagsvelta sem verið hefur á þessum markaði frá því að hann var myndaður á ný eftir hrun banka.

Kreditkortaveltan heimila dróst saman um 12%

Kreditkortavelta heimila dróst saman um 12,0% í janúar–ágúst í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 6,3% á sama tíma.

Vöruskiptin hagstæð um 3 milljarða í september

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september 2009 nam útflutningur tæpum 43,8 milljörðum króna og innflutningur 40,7 milljörðum króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Rússa vantar pening

Íslendingum tóks ekki að ná samkomulagi við Rússa um lán en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fundaði með kollega sínum Alexei Kudrin í Istanbul í gær en þeir eru báðir viðstaddir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kudrin sagði við blaðamenn eftir fundinn í gær að fundum verði haldið áfram.

Skattahækkanir og gjöld kynda undir verðbólgubálinu

Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að ríkið valdi 1,3% hækkun neysluverðs í upphafi næsta árs vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Þegar spá greiningarinnar um 0,35% viðbótarhækkun verðlags á sama tíma er tekin með í reikninginn, vegna hækkana hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum, er niðurstaðan 1,65% hækkun vísitölu neysluverðs vegna hækkana hjá hinu opinbera í byrjun næsta árs.

Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll

Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði.

Rússalán myndi torvelda Íslendingum inngöngu í ESB

Litið yrði á lánið frá Rússlandi sem fjandsamlega aðgerð til að hafa áhrif á utanríkismál Íslands segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank sem telur að lánið yrði til þess að torvelda Íslendingum inngöngu í Evrópusambandið.

Var boðið að verða bankastjóri Landsbankans og Glitnis

Ármanni Þorvaldssyni fyrrum forstjóra Singer & Friedlander var bæði boðið að vera bankastjóri Landsbankans og Glitnis. Þetta kemur fram í bók Ármanns um íslenska viðskiptalífið sem kemur út í þessari viku. Ármann segir að þetta hefði auðvitað þýtt meir peninga og meiri vegsemd fyrir sig.

Krafa þrotabús Baugs í óvissu

Krafa þrotabús Baugs á hendur Kaupþingi er í óvissu þar sem bankinn segir hana ekki eiga heima í nýja bankanum heldur þeim gamla. Svo gæti farið að dómstólar þurfi að úrskurða um hvar krafan raunverulega á heima.

VBS áfýjar málinu gegn Kevin Stanford

VBS fjárfestingarbanki ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag. Breski viðskiptajöfurinn Kevin Stanford og fjárfestingarsjóðurinn Kcaj voru sýknaðir af 1,1 milljarða króna kröfu VBS. Fjárfestingarbankinn taldi að Stanford og Kcaj hefðu gengist undir sjálfskuldarábyrgð á 5 milljóna punda láni til breska félagsins Ghost fyrir tveimur árum eða um einn milljarð króna. Ghost varð gjaldþrota og Stanford og Kcaj neituðu að greiða lánið.

Lesblindur tollvörður klúðraði kaupunum á Newcastle

Kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á breska fótboltaliðinu Newcastle United fóru út um þúfur þegar fréttir af kaupunum láku. Samningnum fylgdi loforð um þagmælsku en sagan komst á kreik þegar lesblindur tollvörður á Reykjavíkurflugvelli las Owner í stað Owen af Newcastle treyju sem Jón Ásgeir klæddist.

Sala á hlut GGE í HS Orku: Vilja forðast erlent eignarhald

Eyjólfur Árni Rafnsson stjórnarformaður Geyis Green Energy segir að fyrirtækið eigi ekki frumkvæði að því að selja hlut sinn í HS Orku heldur sé verið að tryggja að merihlutaeign orkufyrirtækja lendi ekki í höndum erlendra aðila. Fyrirtækið á nú í viðræðum við hóp um kaup á eignarhlut sínum í HS Orku, en GGE á 55% hlut í fyrirtækinu í dag.

Bréf í peningamarkaðssjóðum of hátt metin

Endurskoðunarfyrirtækin KPMG og Price WaterhouseCooper mátu virði þeirra bréfa sem voru í peningamarkaðssjóðum Kaupþings, Landsbanka og Glitnis mun hærra en það reyndist síðan vera. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Viðskiptaráð og SA vara við skattastefnu stjórnvalda

Samtök aðila í atvinnurekstri vara við þeirri skattastefnu stjórnvalda að leggja nýjar tegundir gjalda á atvinnureksturinn og hvetja til þess að megináherslan verði lögð á uppbyggingu og sköpun starfa. Þetta kemur fram í sameiginlegri áyktun Samtaka atvinnulífsins, aðildarfélaga þess og Viðskiptaráðs Íslands.

RÚV fær ekki auknar tekjur - skorið niður um 10%

Fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins hækka ekki á næsta ári. Þess í stað verður skorið niður um 10% eða rúmlega 360 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra RÚV.

Fjórar hópuppsagnir tilkynntar í september

Vinnumálastofnun bárust 4 hópuppsagnir í septembermánuði þar sem sagt var upp 87 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð, upplýsinga og útgáfustarfsemi og flutningum og er ástæðan rekstrarerfiðleikar og endurskipulagning.

VBS tapar máli gegn Kevin Stanford og Kcaj

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag athafnamanninn Kevin Stanford og fjárfestingasjóðinn Kcaj LLP af kröfu VBS fjárfestingabanka sem hljóðaði samtals upp á fimm milljónir punda og aldrei hefur verið greitt til baka.

Samorka mótmælir úrskurði umhverfisráðherra

Stjórn Samorku mótmælir harðlega úrskurði umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og öðrum framkvæmdum sem tengjast álveri í Helguvík.

Ríki og sveitarfélög undirrita vegvísi að hagstjórn

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings. Tilgangur hans er að tryggja samráð ríkis og sveitarfélaga á sviði opinberra fjármála.

Nær helmingur fæst upp í kröfur hjá Kaupþingi

Skilanefnd Kaupþings gerir ráð fyrir að ná tæpum helmingi eigna bankans upp í kröfur. Þetta má lesa út úr efnahagsreikningi skilanefndarinnar fyrir mitt þetta ár, en hann var birtur í gær.

Forsendur efnahagsspáa brostnar á fyrsta degi

Greining Íslandsbanka bendir á að efnahagsspár bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir verulegum fjárfestingum tengdum orkufrekum iðnaði á næstu árum. Viðvarandi gjaldeyrishöft, breyttar áherslur í umhverfisráðuneyti og áform um aukna skattheimtu af orkunotkun er væntanlega ekki til þess fallið að auka líkur á að framangreind forsenda standist.

Viðskipti í kauphöllinni margfaldast milli mánaða

Heildarviðskipti með hlutabréf í septembermánuði námu rúmum 13 milljörðum kr. eða rúmum 595 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í ágúst mánuði rúmir 2,2 milljarðar kr.

Sjá næstu 50 fréttir