Viðskipti innlent

GGE selur hlut sinn í kanadísku jarðorkufélagi

Kanadíska jarðorkufélagið Western Geopower hefur tilkynnt um að Geysir Green Energy (GGE) hafi selt 18,2% hlut sinn í félaginu. Söluverðið nam 8,5 milljónum kanadadollara eða rétt tæpum milljarði kr.

Fram kemur í tilkynningunni að þetta var heildareign GGE í Western Geopower en alls var um rúmlega 47,3 milljónir hluta að ræða og verðið var 18 kanadasent á hlutinn.

Þá segir í tilkynningunni að ástæða fyrir sölunni sé að GGE ætli að einbeita sér að þeim jarðorkuverkefnum sem GGE er með í gangi á Íslandi og í Kína.

Western Geopower, sem er skráð í kauphöllinni í Toranto vinnur að byggingu orkuvers í Kaliforníu auk verkefna í Bresku Kolumbíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×