Viðskipti innlent

Forstjóri Existu lætur af formennsku í Viðskiptaráði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erlendur Hjaltason hefur sagt af sér formennsku í Viðskiptaráði Íslands og tekur Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, við formennsku.

Í bréfi sem Erlendur sendi stjórn Viðskiptaráðs Íslands á föstudaginn segir að tortryggni á endurskipulagningarferli eignarhaldsfélagsins Exista, sem hann er forstjóri fyrir, hafi verið mögnuð upp. Því hljóti hann að horfast í augu við þá staðreynd að formennska sín í Viðskiptaráði Íslands geti rýrt traust ráðsins. Af þeirri ástæðu hafi hann ákveðið að segja af sér formennsku.

Nýja Kaupþing hefur kært forsvarsmenn Existu til sérstaks saksóknara vegna hlutafjáraukningar í Existu og sölu félagsins á hlut sínum i Bakkavör.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×