Viðskipti innlent

Ríkið ætlar að spara 800 milljónir í atvinnuleysisbótum

Ríkið ætlar að spara allt að 800 milljónir króna vegna greiðslu atvinnuleysisbóta með því að auka eftirlit og koma þannig í veg fyrir bótasvindl.

Gert er ráð fyrir því að ríkið muni greiða hátt í 30 milljarða króna í atvinnuleysisbætur á næsta ári. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010. Upphæðin hækkar um tæpa 3 milljarða milli ára.

Nokkuð hefur borið á því að fólk þiggi bætur á sama tíma og það er í fullri vinnu. Fjölmargar ábendingar vegna þessa hafa borist vinnumálastofnun á þessu ári.

Þá greindi Fréttablaðið frá því í síðasta mánuði að nærri 350 háskólastúdentar í lánshæfu námi hafi á síðasta skólaári þegið atvinnuleysibætur sem þeir áttu ekki rétt á.

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 er fyrirhugað að ná fram lækkun á greiðslu atvinnuleysisbóta með því auka eftirlit. Er áætlað að hægt verði að spara hátt í 800 milljónir króna með því akoma í veg fyrir hvers konar bótasvindl.

Þetta er um 10 prósent af áætluðum heildar sparnaði ríkisins í bótamálum. Alls er markmiði að draga úr útstreymi úr bótakerfum ríkisins um 7,7 milljarða króna á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×