Viðskipti innlent

Krafa þrotabús Baugs í óvissu

Bankinn segir kröfuna eiga heima í nýja bankanum en ekki þeim gamla.
Bankinn segir kröfuna eiga heima í nýja bankanum en ekki þeim gamla.
Krafa þrotabús Baugs á hendur Kaupþingi er í óvissu þar sem bankinn segir hana ekki eiga heima í nýja bankanum heldur þeim gamla. Svo gæti farið að dómstólar þurfi að úrskurða um hvar krafan raunverulega á heima.

Skiptastjóri Baugs rifti samningnum um sölu á Högum frá Baugi til Gaums um miðjan síðasta mánuð. Salan á Högum gengur þó ekki sjálfkrafa tilbaka en málið snýst um 5 milljarða króna kröfu þrotabúsins á hendur Gaumi, félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, og Kaupþingi. Krafan er tilkomin vegna uppgreiðslu á lánum hjá Kaupþingi með söluandvirði Haga en skiptastjórar telja að aðrir kröfuhafar hafi átt ríkari rétt.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Kaupþing nú farið fram á að þrotabúið geri kröfu á gamla Kaupþing í stað þess nýja. Ástæðan fyrir því að krafan var gerð á nýja bankann var sú að eftirstöðvar krafnanna sem voru borgaðar upp fóru inn í hann þegar bönkunum var skipt upp eftir hrunið.

Kaupþing vill þó meina að krafan eigi heima í gamla bankanum þar sem málefni er varða Baug voru eftir í honum. Fáist það ekki á hreint hvoru megin krafan liggur getur skiptastjóri sent kröfu á báða bankanna og látið dómstóla skera úr um hvar krafan raunverulega á heim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×