Viðskipti innlent

VBS áfýjar málinu gegn Kevin Stanford

Kevin Stanford.
Kevin Stanford.
VBS fjárfestingarbanki ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag. Breski viðskiptajöfurinn Kevin Stanford og fjárfestingarsjóðurinn Kcaj voru sýknaðir af 1,1 milljarða króna kröfu VBS. Fjárfestingarbankinn taldi að Stanford og Kcaj hefðu gengist undir sjálfskuldarábyrgð á 5 milljóna punda láni til breska félagsins Ghost fyrir tveimur árum eða um einn milljarð króna. Ghost varð gjaldþrota og Stanford og Kcaj neituðu að greiða lánið.

Í dómi héraðsdóms kom fram að með undirritun sinni á lánaskjölin hefðu Stanford og Kcaj aðeins samþykkt skilmála lánsins en ekki tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð. Þessu hefur fjárfestingarbankinn nú áfrýjað. Í tilkynningu frá honum segir að verði niðurstaða Hæstaréttar sú sama og Héraðsdóms muni það þó ekki hafa teljandi áhrif á rekstrarniðurstöðu á yfirstandandi uppgjörgstímabili.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×