Viðskipti innlent

RÚV fær ekki auknar tekjur - skorið niður um 10%

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri RÚV.
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri RÚV.
Fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins hækka ekki á næsta ári. Þess í stað verður skorið niður um 10% eða rúmlega 360 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra RÚV.

„Ríkissjóður áætlar að innheimta útvarpsgjald að upphæð 3.575 m.kr. árið 2010 en RÚV fær til sín 3.218 m.kr. Mismunurinn er 357 m.kr.," segir í tilkynningu Bjarna.

Þar segir jafnframt að framsetning fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2010 hafi valdið þeim misskilningi að tekjur Ríkisútvarpsins fyrir almannaþjónustu séu að hækka um 273 milljónir króna úr 2.945 milljónum í 3.218 milljónir.

„Þetta stafar af því að á einum stað í fjárlögum fyrir árið 2009 slæddist inn gömul tala, að grunni til frá árinu 2006, um að tekjur RÚV af almannaþjónustu ættu að vera 2.945 m.kr. Annars staðar í sömu fjárlögum og í undirgögnum kemur skýrt fram að tekjur RÚV fyrir almannaþjónustu árið 2009 eru 3.575 m.kr., enda hafa greiðslur til RÚV á þessu ári verið í samræmi við það."


Tengdar fréttir

273 milljóna viðbót til RÚV

Ríkisútvarpið fær 273 milljónir í auknar tekjur á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, alls 3,2 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×