Viðskipti innlent

Rússa vantar pening

Alexei Kudrin.
Alexei Kudrin.

Íslendingum tóks ekki að ná samkomulagi við Rússa um lán en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fundaði með kollega sínum Alexei Kudrin í Istanbul í gær en þeir eru báðir viðstaddir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kudrin sagði við blaðamenn eftir fundinn í gær að fundum verði haldið áfram.

Til umræðu hefur verið að Rússar láni Íslendingum allt að 500 milljónir dollara en þeir glíma sjálfir við vandræði heimafyrir og sagði Kudrin í gær að Rússar væru að íhuga að fara sjálfir fram á fjögurra milljarða lán frá Alþjóðabankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×