Viðskipti innlent

Fjórar hópuppsagnir tilkynntar í september

Vinnumálastofnun bárust 4 hópuppsagnir í septembermánuði þar sem sagt var upp 87 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð, upplýsinga og útgáfustarfsemi og flutningum og er ástæðan rekstrarerfiðleikar og endurskipulagning.

Greint er frá þessu á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að þessar hópuppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu október 2009 allt til maí 2010.

Alls hefur því 1.454 manns verið sagt upp með hópuppsögnum það sem af er árinu 2009, að stærstum hluta í mannvirkjagerð (43%) og fjármálastarfsemi (22%).

Þær hópuppsagnir sem tilkynntar hafa verið á árinu 2009 hafa flestar komið til framkvæmda nú þegar, flestir sem hópuppsagnirnar náðu til misstu vinnuna í ágúst eða um 370 manns.

Nálægt 270 manns misstu vinnu sína í september og nálægt 180 manns munu missa vinnuna í október, um 150 manns í nóvember og um 50 manns í desember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×