Viðskipti innlent

Viðskiptaráð og SA vara við skattastefnu stjórnvalda

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Mynd/GVA

Samtök aðila í atvinnurekstri vara við þeirri skattastefnu stjórnvalda að leggja nýjar tegundir gjalda á atvinnureksturinn og hvetja til þess að megináherslan verði lögð á uppbyggingu og sköpun starfa. Þetta kemur fram í sameiginlegri áyktun Samtaka atvinnulífsins (SA) og Viðskiptaráðs Íslands.

„Af þeim tveimur valkostum sem stjórnvöld standa frammi fyrir, þ.e. að hækka skatta eða draga úr útgjöldum, er mjög mikilvægt að stjórnvöld leggi áherslu á seinni leiðina," segir í ályktuninni.

Þar segir að í stöðuleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sé kveðið á um að skattar verði lækkandi hlutfall aðlögunaraðgerða eftir

yfirstandandi ár. SA og Viðskiptaráð segja mikilvægt að staðið verði við þetta. Umtalsvert svigrúm sé til hagræðingar í rekstri hins opinbera enda hafi útgjöld þess vaxið mikið á undanförnum árum.

„Auk þess er alls ekki fyrirséð hver áhrif verulegra skattahækkana yrðu við þær viðkvæmu aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu. Til þess að skatttekjur aukist þarf annað hvort að auka hlutfallslega skattheimtu eða breikka þá skattstofna sem mynda tekjurnar. Óvíst er hvort skattahækkanir skili hærri skatttekjum þar sem aukin skattbyrði leiðir til minnkandi umsvifa og þar af leiðandi minni skattstofna."

Undir ályktunina skrifa Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×