„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 18:58 Sumir kjósa að fylla samlokur sínar af áleggi og sósu en öðrum þykir betra að halda álegginu í lágmarki, jafnvel sleppa því alveg. Myndin er úr safni. Getty Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. „Fengum okkur öll 6 tommu báta - stútfulla af kjöti og grænmeti. Einhverft barnið gat þó eingöngu borðað eintómt brauð og bað um 12 tommu. Stimplað inn sem Veggie Delite bátur því starfsfólkið vissi ekki hvað annað þau gætu flokkað þetta undir. „Sama verð á bátum hvort sem það er eitthvað á þeim eða ekki,“ var svarið sem ég fékk,“ segir Sigrún Elva Gunnarsdóttir meðlimur í Facebook hópnum Matartips. Færslan vakti athygli meðlima Matartips. Facebook Hún veltir því upp hvort það sé mögulega ósanngjarnt fyrir fólk með skyntruflanir að neyðast til að borga sama verð fyrir margfalt minna magn en aðrir. Fá endurgreitt þrátt fyrir allt Færslan vakti mikla athygli hópmeðlima, en rúmlega sextíu þúsund manns eru í hópnum. Ekki var einhugur í athugasemdakerfinu um hvernig verðlagið hefði átt að vera. Einhverjir segja verðlagninguna ábyggilega mistök en aðrir segja kaupanda ekki geta gengið að því vísu að fá afslátt kjósi hann að sleppa því að fá sér álegg á Subway-bátinn sinn. Í skriflegu svari Vilhjálms Sveins Magnússonar rekstrarstjóra Subway á Íslandi segir að keðjan selji því miður ekki stök brauð á öðru verði en verði bátsins grænmetissælu, sem sé þeirra ódýrasta samloka. Á grænmetissælusamloku er ostur, grænmeti og sósur að eigin vali. Verð á slíkri samloku eru 1969 krónur. „Í þessu tiltekna tilfelli sem vitnað er í er því ekki um mistök að ræða. Í ljósi sérstakra aðstæðna í þessu tilfelli ætlum við að endurgreiða viðskiptavini grænmetissæluna,“ er haft eftir Vilhjálmi. Neytendur Matur Borgarbyggð Veitingastaðir Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
„Fengum okkur öll 6 tommu báta - stútfulla af kjöti og grænmeti. Einhverft barnið gat þó eingöngu borðað eintómt brauð og bað um 12 tommu. Stimplað inn sem Veggie Delite bátur því starfsfólkið vissi ekki hvað annað þau gætu flokkað þetta undir. „Sama verð á bátum hvort sem það er eitthvað á þeim eða ekki,“ var svarið sem ég fékk,“ segir Sigrún Elva Gunnarsdóttir meðlimur í Facebook hópnum Matartips. Færslan vakti athygli meðlima Matartips. Facebook Hún veltir því upp hvort það sé mögulega ósanngjarnt fyrir fólk með skyntruflanir að neyðast til að borga sama verð fyrir margfalt minna magn en aðrir. Fá endurgreitt þrátt fyrir allt Færslan vakti mikla athygli hópmeðlima, en rúmlega sextíu þúsund manns eru í hópnum. Ekki var einhugur í athugasemdakerfinu um hvernig verðlagið hefði átt að vera. Einhverjir segja verðlagninguna ábyggilega mistök en aðrir segja kaupanda ekki geta gengið að því vísu að fá afslátt kjósi hann að sleppa því að fá sér álegg á Subway-bátinn sinn. Í skriflegu svari Vilhjálms Sveins Magnússonar rekstrarstjóra Subway á Íslandi segir að keðjan selji því miður ekki stök brauð á öðru verði en verði bátsins grænmetissælu, sem sé þeirra ódýrasta samloka. Á grænmetissælusamloku er ostur, grænmeti og sósur að eigin vali. Verð á slíkri samloku eru 1969 krónur. „Í þessu tiltekna tilfelli sem vitnað er í er því ekki um mistök að ræða. Í ljósi sérstakra aðstæðna í þessu tilfelli ætlum við að endurgreiða viðskiptavini grænmetissæluna,“ er haft eftir Vilhjálmi.
Neytendur Matur Borgarbyggð Veitingastaðir Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira