Viðskipti innlent

Skuldabréfaveltan var 19,4 milljarðar

Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í dag nam 19,4 milljörðum kr. og hefur ekki verið meiri á einum degi á þessu ári. Þess ber að geta að Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða á markaðinum í morgun.

 

Úrvalsvísitalan OMX16 er óbreytt eftir daginn í 803 stigum. Föroya Banki hækkaði um 2,2% sem s´synir góðar viðtökur markaðarins við kaupum bankans á 51% hlut í tryggingarfélaginu Verði. Þá hækkaði Marel um tæp 0,8%.

 

Bakkavör lækkaði um 14,1% og Össur um 1,2% í viðskiptum dagsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×