Viðskipti innlent

Bréf í peningamarkaðssjóðum of hátt metin

Endurskoðunarfyrirtækin KPMG og Price WaterhouseCooper mátu virði þeirra bréfa sem voru í peningamarkaðssjóðum Kaupþings, Landsbanka og Glitnis mun hærra en það reyndist síðan vera. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Þar segir ennfremur að blaðið hafi undir höndum verðmat fyrirtækjanna á skuldabréfum útgefnum af Milestone, Baugi, Exista, Stoðum/FL Group, Samson, Atorku og Landic Property.

Þá segir að á grundvelli verðmatsins hafi nýju bankarnir keypt bréf þessara fyrirtækja út úr sjóðunum. Ennfremur segir að ef ríkisbankarnir hefðu ekki gripið inn í og keypt ofangreind skuldabréf út úr sjóðunum sé ljóst að tap viðskiptavina þeirra hefði orðið mun meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×