Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir skoðuðu HS Orku en engin kaup áformuð

Arnar Sigurmundsson formaður stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóðanna segir að lífeyrissjóðirnir hafi skoðað kaup á hlut Geysis Green Energy í HS Orku en að engin slík kaup séu áformuð eftir þá skoðun.

„Það sem hangir hér á spýtunni er að hugmyndir voru á lofti um aðkomu lífeyrissjóðanna að HS Orku þegar verið var að ræða við Magma Energy um þeirra kaup í félaginu," segir Arnar Sigurmundsson. „Í framhaldi af því áttu fulltrúar frá okkur viðræður um málið en niðurstaðan var að fara ekki í slík kaup að svo stöddu máli."

Þá segir Arnar að hann sjái ekki fyrir sér að nýr sjóður lífeyrissjóðanna, Fjárfestingarsjóður Íslands, muni koma að kaupum á hlut í HS Orku. „Slíkt væri ekki í samræmi við þær hugmyndir sem við höfum um hlutverk þessa fyrirhugaðs sjóðs okkar," segir Arnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×