Viðskipti innlent

Nær helmingur fæst upp í kröfur hjá Kaupþingi

Skilanefnd Kaupþings gerir ráð fyrir að ná tæpum helmingi eigna bankans upp í kröfur. Þetta má lesa út úr efnahagsreikningi skilanefndarinnar fyrir mitt þetta ár, en hann var birtur í gær.

Heildareignir eru taldar nema um 1.700 milljörðum króna. Skuldirnar nema heins vegar tæplega 3.700 milljörðum. Því er gert ráð fyrir um fjörutíu og sex prósenta endurheimtum.

Skilanefnd Glitnis birti svipaðar upplýsingar á dögunum. Þar er gert ráð fyrir allt að þriðjungs endurheimtum. Óvíst er hversu mikið endurheimtist úr búi Landsbankans, en þar eru skuldbindingar vegna Icesave lang stærstu forgangskröfurnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×