Fleiri fréttir

Íslenskir bankamenn fá „Nóbel“

Fyrrverandi stjórnendur íslensku bankanna og Seðlabankans fengu í gær Ig Nóbelinn í hagfræði en verðlaunin voru veitt við Harvard háskólann í Bandaríkunum.

Telur óábyrgt að breiða út vantraust

Það er afar óábyrgt af lögmanni erlendra lánastofnana að breiða það út til sinna umbjóðenda að íslenskir dómstólar séu ekki færir um að takast á við flókin álitaefni tengd hruninu, segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson héraðsdómslögmaður.

Ríkið tilbúið fyrir harðan vetur

„Halli á fjárlögum er meiri en áætlað var í sumar. Því sýnist manni sem ríkissjóður sjái fram á meiri fjárþörf en áður var ráðgert,“ segir Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.

1,6 milljarður í atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun greiddi í morgun rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur til tæplega 14.600 einstaklinga. Það er tæpum hálfum milljarði minna en greitt var í atvinnuleysisbætur í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 8%.

Skuldabréfaveltan hrapar

Veltan á skuldabréfamarkaðinum í kauphöllinni nam 3,2 milljörðum kr. sem er aðeins brot af því sem hún hefur verið undanfarnar vikur og mánuði.

Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða

Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr.

Seðlabankinn fluttur undir nýtt ráðuneyti

Í dag, 1. október, tekur efnahags- og viðskiptaráðuneyti til starfa á grunni viðskiptaráðuneytisins, þegar lög um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands taka gildi.

Verkamannaflokkurinn slátrar hugmyndum um Íslandslán

Marianne Aasen þingmaður Verkamannaflokksins í Noregi segir að Miðflokkurinn muni hvorki komast lönd né strönd með hugmynd sína um 2.000 milljarða kr. lán til Íslands. Í samtali við ABC Nyheter slær Aasen þessa hugmynd alveg út af borðinu.

Tekjur upp um 18 milljarða, gjöld jukust um 65 milljarða

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 milljarða kr., sem er 95 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 milljarða kr.

SPM fékk heimild til nauðasamninga

Héraðsdómur Vesturlands hefur veitt Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) heimild til að leita nauðasamninga. Hefur Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.

Norski Miðjuflokkurinn spilar sóló með Íslandslán

Norski Miðjuflokkurinn, Senterpartiet, virðist einn á báti í komandi ríkisstjórn Noregs hvað varðar viljan til að lána Íslandi allt að 100 milljörðum norskra kr. eða yfir 2.000 milljarða kr. Þetta kemur fram í viðtali ABC Nyheter við Per Olaf Lundteigen talsmann flokksins í fjármálum á norska Stórþinginu.

Actavis með risasendingu til Spánar

Fragtvél á vegum Actavis flaug til Barcelona á Spáni fyrir skömmu með verðmætasta farm sem félagið hefur flutt út í einni sendingu í meira en fimm ár.

SA: Íhuga að stefna ráðherra fyrir dómstóla

Samtök atvinnulífsins (SA) íhuga nú að stefna Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrir dómstóla vegna ákvörðunar hennar um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um suðvesturlínu.

Skilanefnd Landsbankans fundar með kröfuhöfum

Bretar og Hollendingar fylgjast náið með heimtum úr þrotabúi Gamla Landsbankans, en eignirnar fara allar upp í Icesave reikningana. Hvorir um sig eiga fulltrúa á kröfuhafafundi skilanefndar sem haldinn er í Lundúnum í dag.

AGS: Minni samdráttur á Íslandi en áður var spáð

Ljóst er orðið að samdrátturinn í íslenska þjóðarbúskapnum verður ekki jafn mikill í ár og fyrstu hagvaxtarspár eftir hrun bankanna í fyrra gerðu ráð fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), sem í skýrslu sinni um íslenska hagkerfið í fyrra spáði því að hagkerfið myndi dragast saman um 9,6% í ár, birti nýja spá í morgun sem gerir ráð fyrir að hér á landi verði 8,5% samdráttur í ár.

Marelhlutur keyptur með aflandskrónum

Eignarstýringarfélagið Columbia Wanger Asset Management (CWAM) útvegaði sér krónur á aflandsmarkaði til þess að kaupa 5,2% eignarhlut í Marel fyrr í vikunni. Áætla má að gengishagnaður CWAM af þessum sökum sé í kringum 200 milljónir kr.

Telja boðaðar skattahækkanir í dag nema 55 milljörðum

Greiningardeild Nýja Kaupþings hefur gróflega tekið saman hvað hugsanlegar skattahækkanir gætu skila miklu í ríkiskassann. Niðurstöðutalan úr þeirri samantekt nemur ríflega 55 milljörðum kr. í auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð.

Fegrunaraðgerð í ríkisfjármálum er til að herða vaxtastigið

„Þótt látið sé að því liggja að aðgerðin sé fegrunaraðgerð á sviði ríkisfjármála er allt útlit fyrir að hún sé þvert á móti hugsuð til að herða á vaxtastiginu í landinu. Aðgerðin lyktar af því að hér sé verið að draga lausafé úr umferð til að gera stýrivexti Seðlabankans áhrifameiri og lyfta jafnframt upp langtímavöxtum.“

Evran komin í 190 kr. á aflandsmarkaði

Þó nokkur viðskipti hafa verið með íslenskar krónur á aflandsmakaði undanfarið og hefur veltan síðustu tvo daga að meðaltali verið um 2 milljarðar kr. á dag. Nú fæst evran á 190 íslenskar krónur, skv. viðskiptakerfi Reuters og hefur verðið ekki verið svo lágt síðan fyrir fall viðskiptabankanna fyrir réttu ári síðan.

Metanól á bíla að ári

„Við ætluðum að byrja fyrir ári. En hrunið tafði okkur,“ segir Andri Ottesen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Carbon Recycling International.

Stjórn Stoða riftir fjórum viðskiptasamningum

Stjórn Stoða hafa í kjölfar úttektar á starfsemi fyrirtækisins á árunum 2006 til 2008 gert ráðstafanir til riftunar fjögurra viðskiptagjörninga. Um er að ræða riftun greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda í janúar 2009 sem félagið er ekki talið hafa verið skyldugt að greiða, að fram kemur í tilkynningu. Annað riftunarmál snýr að sölu Stoða á hlutabréfum í Alfesca til Teymis í júlí 2008 þar sem endurgjald er ekki talið viðunandi.

Niðurstaða héraðsdóms gífurleg vonbrigði

Bankarnir 25 sem kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu vegna yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á SPRON eru gífurlega vonsviknir yfir niðurstöðu héraðsdóms frá því í dag sem vísaði málinu frá. Kröfuhafarnir eru víðsvegar að úr heiminum, frá Evrópu, Miðausturlöndum og Asíu. Krafan var á heundur Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins og SPRON og í niðurstöðum dómsins segir að kröfur bankanna 25 hafi ekki verið nægilega vel reifaðar og því var málinu vísað frá dómi.

Fjármálaráðuneytið fellst á beiðni um frest

Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt beiðni skilanefndar Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, um frest til 15. október nk. til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Glitnis að Íslandsbanka.

Laun sérfræðinga hækka en laun ófaglærðra lækka

Meðallaun sérfræðinga hækkuðu um 3,4% frá september 2008 fram í febrúar 2009. Á sama tímabili lækkuðu meðallaun ófaglærðs starfsfólks um 4,7%, að því er fram kemur í Launagreiningu ParX sem er dótturfélag Nýherja.

SPM sækir um heimild til nauðasamninga

Tilskilinn fjöldi kröfuhafa Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) bæði að fjárhæð og fjölda hefur nú veitt meðmæli fyrir því að óskað verði heimildar til nauðasamninga á grundvelli þess frumvarps er kynnt hefur verið kröfuhöfum.

FÍS vill 10% launalækkun hjá ríkinu og niðurskurð útgjalda

Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) telur mikilvægt að hagstjórn og ríkisfjármál taki mið af því að örva þarf fjárfestingu og koma atvinnulífi á skrið á nýjan leik. Þess vegna ber að forðast skattahækkanir. FÍS leggur þess í stað til að launakostnaður hins opinbera lækki um 10%. Með því gætu sparast um 20-25 milljarðar. Að auki verði hagrætt í rekstri fyrir um 50 milljarða króna.

Vöruskiptin gætu orðið jákvæð um 85 milljarða í ár

Miðað við þróunina það sem af er ári teljur greining Íslandsbanka ekki úr vegi að ætla að afgangur af vöruskiptum á yfirstandandi ári geti orðið á bilinu 80 - 85 milljarðar kr., sem jafngildir u.þ.b. 6% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins.

Vilja- og getuleysi ríkisstjórnar er óskiljanlegt

“Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt,” segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. “síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.”

Gengi krónunnar styrkist um 10% á aflandsmarkaði

Undanfarið hefur króna styrkst gagnvart evru á aflandsmarkaði. Nemur styrkingin 10% frá því um miðjan ágúst. Á sama tíma hefur gengi krónu gefið eftir um tæplega 1% gagnvart evru á innlendum gjaldeyrismarkaði. Evran kostar nú u.þ.b. 200 kr. á fyrrnefnda markaðinum en tæplega 182 kr. á þeim síðarnefnda.

Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson

Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir.

Íslendingur formaður norræna endurskoðendasambandsins

Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti.

Margret formaður norrænna endurskoðenda

Á ársfundi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF), sem haldinn var í Gautaborg nýverið, var Margret G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Norunn Byrkjeland frá Noregi og er hún þriðja konan til að gegna þessu embætti.

Viðskiptajöfnuðurinn 121 milljarði hagstæðari en í fyrra

Fyrstu átta mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 297,6 milljarða króna en inn fyrir 252,9 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 44,7 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 76,1 milljarð á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 120,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

SA: Úrskurður ráðherra stenst ekki lög

„Ekkert er fjær lagi. Þvert á móti er úrskurður ráðherra ekki samkvæmt lögum og virðist vart geta haft neina þýðingu því Skipulagsstofnun hefur þegar gefið út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum suðvesturlínu."

Engin útgáfa íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að ekki verði farið í nein útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. Útlán sjóðsins hafa verið minni á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu.

Ritstjóri Morgunblaðsins enn eigandi Viðskiptablaðsins

Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er enn eigandi Viðskiptablaðsins sem hann ritstýrði áður. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti er Útgáfufélagið Myllusetur í 100% eigu Haraldar en það félag keypti Viðskiptablaðið í nóvember á síðasta ári af félaginu Framtíðarsýn sem átti blaðið áður.

Sjá næstu 50 fréttir