Færeyingar taka yfir Vörð tryggingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2009 06:00 Á kynningu hjá Verði Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, Janus Petersen, bankastjóri Føroya banka, Kjartan G. Gunnarsson, stjórnarformaður Varðar, Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans (NBI) og Guðmundur J. Jónsson, forstjóri Varðar, kynntu aðkomu færeyska bankans að tryggingafélaginu á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/GVA Føroya banki hefur eignast ráðandi hlut í tryggingafélaginu Verði. Skrifað var undir samninga þar að lútandi í gærmorgun. Føroya banki hefur síðan í vor stefnt á að láta til sín taka á tryggingamarkaði hér, en viðræður um kaup á Verði hafa staðið frá því í sumar. Að sögn Kjartans G. Gunnarssonar, stjórnarformanns Varðar, átti færeyski bankinn frumkvæði að viðræðunum. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans (NBI), segir hins vegar að eigendur Varðar hafi verið „vel opnir“ fyrir því að fleiri kæmu að félaginu. Samkvæmt samkomulaginu auka Føroya banki og núverandi hluthafar Varðar, SP-fjármögnun, sem áður átti 49 prósenta hlut, Landsbankinn (NBI) sem átti rúm 24 prósent og Byr sparisjóður sem átti tæp 25 prósent, hlutafé félagsins um 700 milljónir króna. „Með kaupum á hlutafé af núverandi hluthöfum fyrir 550 milljónir króna og 600 milljóna króna hlutafjáraukningu nemur fjárfesting Føroya banka samtals 1.150 milljónum króna. Eignast bankinn þannig 51 prósents hlut í Verði og verður félagið dótturfélag Føroya banka,“ segir í tilkynningu Varðar. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits hér, í Danmörku og Færeyjum, auk Samkeppniseftirlitsins. Á kynningu Varðar í gær kom fram að með aðkomu Føroya banka uppfylli Vörður nú gjaldþolskröfur þær sem lagðar eru á tryggingafélög, en eftir kaupin nemur eigið fé Varðar um 1.300 milljónum króna. Þá kom fram í máli Guðmundar J. Jónssonar, forstjóra Varðar, að hagnaður hafi verið á rekstrinum fyrstu níu mánuði ársins. Við horfðum til fleiri félaga, en áttum ekki viðræður við aðra en Vörð,“ segir Janus Petersen, bankastjóri Føroya banka. Hann segir að bankinn einbeiti sér að tryggingarekstri hér, ekki séu uppi fyrirætlanir um almenna bankastarfsemi. Þá segir Janus að Vörður hafi hentað bankanum best, bæði vegna stærðar og stöðu á markaði. „Félagið er jafnstórt Trygd, tryggingafélagi okkar í Færeyjum. Svo sjáum við líka hag í samstarfinu við aðra banka á Íslandi,“ segir hann. Í kynningu sinni sagði Janus Petersen Føroya banka stefna á frekari útrás og vöxt á Norðurlöndum, en þar horfi bankinn helst til Íslands og Danmerkur. Føroya banki er næststærsta félag Kauphallarinnar hér og einn af 10 verðmætustu bönkum Evrópu. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Føroya banki hefur eignast ráðandi hlut í tryggingafélaginu Verði. Skrifað var undir samninga þar að lútandi í gærmorgun. Føroya banki hefur síðan í vor stefnt á að láta til sín taka á tryggingamarkaði hér, en viðræður um kaup á Verði hafa staðið frá því í sumar. Að sögn Kjartans G. Gunnarssonar, stjórnarformanns Varðar, átti færeyski bankinn frumkvæði að viðræðunum. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans (NBI), segir hins vegar að eigendur Varðar hafi verið „vel opnir“ fyrir því að fleiri kæmu að félaginu. Samkvæmt samkomulaginu auka Føroya banki og núverandi hluthafar Varðar, SP-fjármögnun, sem áður átti 49 prósenta hlut, Landsbankinn (NBI) sem átti rúm 24 prósent og Byr sparisjóður sem átti tæp 25 prósent, hlutafé félagsins um 700 milljónir króna. „Með kaupum á hlutafé af núverandi hluthöfum fyrir 550 milljónir króna og 600 milljóna króna hlutafjáraukningu nemur fjárfesting Føroya banka samtals 1.150 milljónum króna. Eignast bankinn þannig 51 prósents hlut í Verði og verður félagið dótturfélag Føroya banka,“ segir í tilkynningu Varðar. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits hér, í Danmörku og Færeyjum, auk Samkeppniseftirlitsins. Á kynningu Varðar í gær kom fram að með aðkomu Føroya banka uppfylli Vörður nú gjaldþolskröfur þær sem lagðar eru á tryggingafélög, en eftir kaupin nemur eigið fé Varðar um 1.300 milljónum króna. Þá kom fram í máli Guðmundar J. Jónssonar, forstjóra Varðar, að hagnaður hafi verið á rekstrinum fyrstu níu mánuði ársins. Við horfðum til fleiri félaga, en áttum ekki viðræður við aðra en Vörð,“ segir Janus Petersen, bankastjóri Føroya banka. Hann segir að bankinn einbeiti sér að tryggingarekstri hér, ekki séu uppi fyrirætlanir um almenna bankastarfsemi. Þá segir Janus að Vörður hafi hentað bankanum best, bæði vegna stærðar og stöðu á markaði. „Félagið er jafnstórt Trygd, tryggingafélagi okkar í Færeyjum. Svo sjáum við líka hag í samstarfinu við aðra banka á Íslandi,“ segir hann. Í kynningu sinni sagði Janus Petersen Føroya banka stefna á frekari útrás og vöxt á Norðurlöndum, en þar horfi bankinn helst til Íslands og Danmerkur. Føroya banki er næststærsta félag Kauphallarinnar hér og einn af 10 verðmætustu bönkum Evrópu.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira