Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll 4. október 2009 21:00 Ármann Þorvaldsson Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. „Fyrir löngu las ég grein í tímariti þar sem ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru spurðir af hverju karlmenn grétu ekki. Ingi Björn Albertsson var einn þeirra sem svöruðu spurningunni og einhverra hluta vegna varð mér svar hans minnisstætt. Hann sagði ástæðuna þá að grátur væri merki um uppgjöf. Karlmenn grétu einungis þegar þeir hefðu leitað allra leiða til að leysa það vandamál sem þeir stæðu frammi fyrir. Þannig leið mér þegar ég sat aleinn á skrifstofu minni að loknum stjórnarfundinum. Öllu var lokið. Það voru engar lausnir til, ekki hægt að hringja í neinn, engar frábærar hugmyndir. Í fyrsta sinn þessa erfiðu viku fann ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn. Ég vildi komast út af skrifstofunni, út úr húsinu og heim," skrifar Ármann. En hann gat ekki farið. Hann þurfti að bíða eftir tilsjónarfólki þrotabúsins og koma á fundi með stjórnendum bankans. Tengiliðir þeirra frá FSA vildu koma sjálfir og afhenda honum greiðslustöðvunartilkynninguna. „Næstu fjórir tímar fóru í að halda aftur af tárunum. Þegar samtarfsmenn komu til að athuga hvernig mér liði starði ég aðeins á gólfið. Það var ekki vegna þess að ég væri reiður eða í uppnámi. Ég vissi það eitt að ég myndi bresta í grát ef ég svaraði. Ég gat ekki heldur hringt í Þórdísi, foreldra mína eða börnin mín. Ég vissi að ég myndi brotna niður um leið og ég heyrði rödd þeirra. Ég gat ekki einu sinni haldið andlitinu þegar starfsmenn eftirlitsins komu og afhentu mér greiðslustöðvunartilkynninguna. Röddin brast og mér vöknaði um augu svo að ég kvaddi þau í flýti og sneri til baka á skrifstofu mína." Síðari hluta dagsins fór hann heim. Þrettán ára dóttir hans og þriggja ára sonur voru heima og hann hugðist gera það sem hann gæti til að halda andlitinu gagnvart þeim. „En um leið og ég sá þau féll ég saman og grét óstjórnlega. Dóttir mín, sem vissi hvað hafði gerst, brast einnig í grát í fanginu á mér. Atli starði á okkur stóreygður þar sem við grétum, byrjaði að kjökra og spurði ítrekað hvað væri að. Næstu vikurnar minnti hann fólk reglulega á daginn sem pabbi hafði lent í slysi í vinnunni." Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. „Fyrir löngu las ég grein í tímariti þar sem ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru spurðir af hverju karlmenn grétu ekki. Ingi Björn Albertsson var einn þeirra sem svöruðu spurningunni og einhverra hluta vegna varð mér svar hans minnisstætt. Hann sagði ástæðuna þá að grátur væri merki um uppgjöf. Karlmenn grétu einungis þegar þeir hefðu leitað allra leiða til að leysa það vandamál sem þeir stæðu frammi fyrir. Þannig leið mér þegar ég sat aleinn á skrifstofu minni að loknum stjórnarfundinum. Öllu var lokið. Það voru engar lausnir til, ekki hægt að hringja í neinn, engar frábærar hugmyndir. Í fyrsta sinn þessa erfiðu viku fann ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn. Ég vildi komast út af skrifstofunni, út úr húsinu og heim," skrifar Ármann. En hann gat ekki farið. Hann þurfti að bíða eftir tilsjónarfólki þrotabúsins og koma á fundi með stjórnendum bankans. Tengiliðir þeirra frá FSA vildu koma sjálfir og afhenda honum greiðslustöðvunartilkynninguna. „Næstu fjórir tímar fóru í að halda aftur af tárunum. Þegar samtarfsmenn komu til að athuga hvernig mér liði starði ég aðeins á gólfið. Það var ekki vegna þess að ég væri reiður eða í uppnámi. Ég vissi það eitt að ég myndi bresta í grát ef ég svaraði. Ég gat ekki heldur hringt í Þórdísi, foreldra mína eða börnin mín. Ég vissi að ég myndi brotna niður um leið og ég heyrði rödd þeirra. Ég gat ekki einu sinni haldið andlitinu þegar starfsmenn eftirlitsins komu og afhentu mér greiðslustöðvunartilkynninguna. Röddin brast og mér vöknaði um augu svo að ég kvaddi þau í flýti og sneri til baka á skrifstofu mína." Síðari hluta dagsins fór hann heim. Þrettán ára dóttir hans og þriggja ára sonur voru heima og hann hugðist gera það sem hann gæti til að halda andlitinu gagnvart þeim. „En um leið og ég sá þau féll ég saman og grét óstjórnlega. Dóttir mín, sem vissi hvað hafði gerst, brast einnig í grát í fanginu á mér. Atli starði á okkur stóreygður þar sem við grétum, byrjaði að kjökra og spurði ítrekað hvað væri að. Næstu vikurnar minnti hann fólk reglulega á daginn sem pabbi hafði lent í slysi í vinnunni."
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira