Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll 4. október 2009 21:00 Ármann Þorvaldsson Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. „Fyrir löngu las ég grein í tímariti þar sem ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru spurðir af hverju karlmenn grétu ekki. Ingi Björn Albertsson var einn þeirra sem svöruðu spurningunni og einhverra hluta vegna varð mér svar hans minnisstætt. Hann sagði ástæðuna þá að grátur væri merki um uppgjöf. Karlmenn grétu einungis þegar þeir hefðu leitað allra leiða til að leysa það vandamál sem þeir stæðu frammi fyrir. Þannig leið mér þegar ég sat aleinn á skrifstofu minni að loknum stjórnarfundinum. Öllu var lokið. Það voru engar lausnir til, ekki hægt að hringja í neinn, engar frábærar hugmyndir. Í fyrsta sinn þessa erfiðu viku fann ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn. Ég vildi komast út af skrifstofunni, út úr húsinu og heim," skrifar Ármann. En hann gat ekki farið. Hann þurfti að bíða eftir tilsjónarfólki þrotabúsins og koma á fundi með stjórnendum bankans. Tengiliðir þeirra frá FSA vildu koma sjálfir og afhenda honum greiðslustöðvunartilkynninguna. „Næstu fjórir tímar fóru í að halda aftur af tárunum. Þegar samtarfsmenn komu til að athuga hvernig mér liði starði ég aðeins á gólfið. Það var ekki vegna þess að ég væri reiður eða í uppnámi. Ég vissi það eitt að ég myndi bresta í grát ef ég svaraði. Ég gat ekki heldur hringt í Þórdísi, foreldra mína eða börnin mín. Ég vissi að ég myndi brotna niður um leið og ég heyrði rödd þeirra. Ég gat ekki einu sinni haldið andlitinu þegar starfsmenn eftirlitsins komu og afhentu mér greiðslustöðvunartilkynninguna. Röddin brast og mér vöknaði um augu svo að ég kvaddi þau í flýti og sneri til baka á skrifstofu mína." Síðari hluta dagsins fór hann heim. Þrettán ára dóttir hans og þriggja ára sonur voru heima og hann hugðist gera það sem hann gæti til að halda andlitinu gagnvart þeim. „En um leið og ég sá þau féll ég saman og grét óstjórnlega. Dóttir mín, sem vissi hvað hafði gerst, brast einnig í grát í fanginu á mér. Atli starði á okkur stóreygður þar sem við grétum, byrjaði að kjökra og spurði ítrekað hvað væri að. Næstu vikurnar minnti hann fólk reglulega á daginn sem pabbi hafði lent í slysi í vinnunni." Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. „Fyrir löngu las ég grein í tímariti þar sem ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru spurðir af hverju karlmenn grétu ekki. Ingi Björn Albertsson var einn þeirra sem svöruðu spurningunni og einhverra hluta vegna varð mér svar hans minnisstætt. Hann sagði ástæðuna þá að grátur væri merki um uppgjöf. Karlmenn grétu einungis þegar þeir hefðu leitað allra leiða til að leysa það vandamál sem þeir stæðu frammi fyrir. Þannig leið mér þegar ég sat aleinn á skrifstofu minni að loknum stjórnarfundinum. Öllu var lokið. Það voru engar lausnir til, ekki hægt að hringja í neinn, engar frábærar hugmyndir. Í fyrsta sinn þessa erfiðu viku fann ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn. Ég vildi komast út af skrifstofunni, út úr húsinu og heim," skrifar Ármann. En hann gat ekki farið. Hann þurfti að bíða eftir tilsjónarfólki þrotabúsins og koma á fundi með stjórnendum bankans. Tengiliðir þeirra frá FSA vildu koma sjálfir og afhenda honum greiðslustöðvunartilkynninguna. „Næstu fjórir tímar fóru í að halda aftur af tárunum. Þegar samtarfsmenn komu til að athuga hvernig mér liði starði ég aðeins á gólfið. Það var ekki vegna þess að ég væri reiður eða í uppnámi. Ég vissi það eitt að ég myndi bresta í grát ef ég svaraði. Ég gat ekki heldur hringt í Þórdísi, foreldra mína eða börnin mín. Ég vissi að ég myndi brotna niður um leið og ég heyrði rödd þeirra. Ég gat ekki einu sinni haldið andlitinu þegar starfsmenn eftirlitsins komu og afhentu mér greiðslustöðvunartilkynninguna. Röddin brast og mér vöknaði um augu svo að ég kvaddi þau í flýti og sneri til baka á skrifstofu mína." Síðari hluta dagsins fór hann heim. Þrettán ára dóttir hans og þriggja ára sonur voru heima og hann hugðist gera það sem hann gæti til að halda andlitinu gagnvart þeim. „En um leið og ég sá þau féll ég saman og grét óstjórnlega. Dóttir mín, sem vissi hvað hafði gerst, brast einnig í grát í fanginu á mér. Atli starði á okkur stóreygður þar sem við grétum, byrjaði að kjökra og spurði ítrekað hvað væri að. Næstu vikurnar minnti hann fólk reglulega á daginn sem pabbi hafði lent í slysi í vinnunni."
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira