Fleiri fréttir

Íslendingar svartsýnir og kvíða vetrinum

Tiltrú Íslendinga á efnahagsaðstæðum og atvinnumálum lands og þjóðar er ekki mikil um þessar mundir. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni, í janúar síðastliðnum, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup fyrir júlí mánuð. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Skuldabréfavelta nam tæpum 11 milljörðum í dag

Skuldabréfavelta nam rúmum 10,7 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan stendur í 742,7 stigum og lækkaði hún um 0,32% í dag. Bakkavör lækkaði um 2,74%, Össur lækkaði um 1,75% og Marel lækkaði um 0,39%.

Icelandair semur við Rússa

Icelandair og rússneski flugrekandinn I Fly hafa undirritað samning um tækniþjónustu vegna fjögurra Boeing 757 farþegaþotna, sömu gerðar og Icelandair flýgur.

Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja margfalt lakari en erlendra

Samanburður á arðsemi íslenskra orkufyrirtækja og orkufyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum bendir til að hún sé margfalt lakari hér á landi. Á því tímabili sem skoðað var, árin 2000-2006/8, var arðsemi af fjármagni sem bundið er í orkuvinnslu og dreifingu eftir skatta í námunda við 10,8% í Bandaríkjunum og um 7% í Evrópu en einungis um 2,4% á Íslandi.

Skoðun á aðdraganda og afleiðingum falls Straums ekki lokið

Formaður skilanefndar Straums, Reynir Vignir, segir að skilanefndin hafi ekki vitneskju um hvort millifærslur hafi átt sér stað frá bankanum í erlend skattaskjól eins og Stöð 2 greindi frá í gær. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum sem snerta aðdraganda og afleiðingar bankahrunsins en þeirri vinnu sé ekki lokið.

Íslendingar draga verulega úr utanlandsferðum

Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru tæplega 27 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð í júní mánuði síðastliðnum en í sama mánuði fyrir ári síðan nam þessi fjöldi 35 þúsund og hafa brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í júní því dregist saman um 23% á milli ára.

Segir krónuna hafa náð tímabundnu jafnvægi

Krónan virðist nú hafa náð tímabundnu jafnvægi á stað þar sem verðgildi hennar er afar lágt sögulega séð. Raungengi krónunnar hefur aldrei verið jafnt lágt og nú og ljóst er að fyrir efnahag fyrirtækja og heimila í landinu þá eru þetta ekki ákjósanlegur staður fyrir krónuna.

Valitor fylgist með rannsókn á stuldi á kreditkortanúmerum

Valitor fylgist með rannsókn sem nú stendur yfir á stuldi á yfir hálfri milljón kreditkortanúmera hjá þjónustufyrirtækinu Network Solutions í Bandaríkjunum. Þórður Jónsson hjá Valitor segir að enn sem komið er bendi ekkert til að Íslendingar hafi lent í því að kortanúmeri þeirra hafi verið stolið.

Ríkisbréf tvöfaldast milli ára

Staða ríkisbréfa nam 283,7 milljarða kr. í lok júní, samanborið við 148,8 milljarða kr. í sama mánuði árið áður.

Hagnaður Össurar 11 milljónir dollara

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar hf. fyrstu sex mánuði ársins nam liðlega ellefu milljónum dollara þrátt fyrir þriggja prósenta samdrátt í sölu.

Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun

Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum.

Skuldabréfaútboð LSS skilaði aðeins 120 milljónum

Skuldabréfaútboð sem Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) efndi til fyrir helgina skilaði aðeins 120 milljónum kr. Að vísu bárust tilboð upp á 370 milljónir kr. og var ávöxtunarkrafan á bilinu 5,8-6%. LSS ákvað að taka tilboðum upp á 120 milljónir kr. með ávöxtunarkröfunni 5,8%.

Aðildarviðræðurnar við ESB gætu tekið 18 mánuði

Miðað við reynslu annarra þjóða má reikna með að aðildarviðræður Íslands við ESB geti tekið allt að 18 mánuði. Um er að ræða ferli sem er í mjög föstum skorðum. Hinsvegar hefur komið fram vilji hjá ESB að stytta ferlið töluvert samkvæmt fréttum í morgun.

Microsoft notar evrugengið 130 krónur til ársloka

Evrugengið 130 mun verða notað í viðskiptum Microsoft við íslensk fyrirtæki, stofnanir og almenning til ársloka. Samningar um það náðust milli Microsoft Íslandi og höfuðstöðva Microsoft fyrir skömmu.

Enginn áhugi erlendra krónubréfaeigenda á skiptum

Enn sem komið er virðist enginn áhugi á því meðal erlendra eigenda krónubréfa hér á landi að skipta á þeim fyrir langtímaskuldabréf hjá þeim íslensku fyrirtækjum sem hafa tekjur sínar í gjaldeyri.

Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar um 29% milli ára

Fyrstu 6 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 508 en fyrstu sex mánuði ársins 2008 voru 393 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 29% aukningu milli ára.

Landsbankinn gjaldfellir 27 milljarða kröfur á Exista

Exista hefur borist erindi frá skilanefnd Landsbanka Íslands um gjaldfellingu krafna að fjárhæð um 150 milljónir evra eða um 27 milljarða kr. Viðræður standa yfir við fulltrúa skilanefndarinnar, að því er segir í tilkynningu um málið.

Uppgjör undir væntingum

Nýherji hagnaðist um 90 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. „Afkoma Ný­herja hf. er undir væntingum á fyrri árshelmingi ársins 2009 og samdráttur í eftirspurn á Íslandi meiri en áætlað var," segir Þórður Sverrisson forstjóri.

Lítil skudabréfavelta í dag

Skuldabréfavelta nam rúmum 8,2 milljörðum króna í dag og er það töluvert minni velta en verið hefur að undanförnu.

Nýherji skilaði 90 milljóna króna heildarhagnaði

Heildarhagnaður Nyherja á fyrri árshelmingi þessa árs nam 90 milljónum króna. Þórður Sverrisson, forstjóri fyrirtækisins, segir að þessi ffkoma sé undir væntingum og samdráttur í eftirspurn á Íslandi sé meiri en áætlað var.

Lausn fyrir þá sem skulda umfram greiðslugetu

Nýja Kaupþing hefur útfært nýja lausn fyrir þá viðskiptavini sem búa við skuld umfram greiðslugetu og markaðsvirði eignar. Úrræðið kallast ,,Skuldaaðlögun" og felur í sér að láni viðskiptavinar, að undangengnu greiðslumati, er breytt í nýtt verðtryggt langtímalán.

Tokyo-Mitsubitshi bankinn vill viðskiptaupplýsingar úr Kaupþingi

Mál bandaríska gjaldþrotadómstólsins gegn Nýja Kaupþingi var þingfest í morgun en málið snýst um aðgang að viðskiptaupplýsingum. Það er Bank of Tokyo-Mitsubitshi sem vill fá aðgang að upplýsingum viðskiptavina Kaupþings sem varða reikninga þeirra.

Þrotabú Fons upp á 20 milljarða

Þrotabú Fons, félags athafnamannsins Pálma Haraldssonar, verður upp á röska 20 milljarða króna að því er segir í frétt á RUV í morgun.

Helguvíkurverkefnið í heimsklassa og mun gefa vel af sér

Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminium segir að Helguvíkurverkefni álfélagsins sé í heimsklassa hvernig sem á það er litið og muni gefa vel af sér til hluthafa félagsins til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör félagsins.

Glitnir lýkur við söluna á Moderna Liv í Svíþjóð

Skilanefnd Glitnis hefur lokið sölu á Moderna Liv, líftryggingararmi Moderna Finance, til Chesnara bresks eignarhaldsfélags sem sérhæfir sig í tryggingafélögum. Söluverðið er 250 milljónir sænskra kr. sem jafngildir tæplega 4,2 milljörðum kr.

NIB afskrifaði 20% af lánum sínum til Íslands

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) tapaði 280 milljónum evra á árinu 2008. Þar af tapaði hann samtals 140 milljónum evra á lánum til íslenskra fyrirtækja vegna fyrirtækjalána og annarra fjármálagerninga, en ekki um 70 milljónum evra eins og kom fram á Vísi og í fréttum RÚV.

Hættur að lána íslenskum fyrirtækjum

Helmingur taps Norræna fjárfestingabankans (NIB) á síðasta ári er vegna lána til íslenskra fyrirtækja og annarra fjármálagerninga þeim tengdum. Bankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

Magma kaupir 11% í HS Orku og leggur fram 5 milljarða

Geysir Green Energy og kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy Corporation (Magma) hafa gert með sér samkomulag um kaup Magma á tæplega 11% hlut í HS Orku af Geysi. Á móti leggur Magma fram fimm milljarða kr. í HS Orku.

Skuldabréf á mikilli siglingu

Mikil velta hefur verið með skuldabréf að undanförnu. Skuldabréfavelta nam til að mynda 16,7 milljörðum í Kauphöllinni í dag, eins og kom fram á Vísi. Í hagsjá Landsbankans, kemur fram að skuldabréf séu á mikilli siglingu.

Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár

Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum.

Enn stemming á skuldabréfamarkaðinum

Heildarviðskipti með skuldabréf í kauphöllinni námu rúmum 16,7 miljörðum kr. í dag en veltan á þessum markaði hefur verið mikil að undanförnu.

ZEUS selur hugbúnaðarkerfið ODIN til Portúgal

ZEUS web works ehf, framleiðandi vefhugbúnaðarkerfisins ODIN, hefur selt kerfið til portúgölsku ferðaskrifstofunnar Eco Viagens. ODIN er sérhannað bókunar- og vefkerfi fyrir ferðaskrifstofur.

Seðlabankinn ánægður með viðræður um gjaldeyrismál

Seðlabankinn er ánægður með árangurinn af viðræðum sínum við útflutningsaðila um framkvæmdina á reglum varðandi gjaldeyrishöftin. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum er aðeins eftir að ræða við örfáa af þeim rúmlega 20 aðilum sem bankinn boðaði á sinn fund fyrr í sumar.

Þriðju endurskoðun AGS ætti að vera að ljúka

Fyrsta endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur dregist von úr viti. Í upprunalegum áætlunum AGS sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum átti henni að vera lokið í febrúar, annarri endurskoðun átti að ljúka í maí og þeirri þriðju ætti að vera að ljúka um þessar mundir.

Lektor við HR segir Icesave mat Seðlabankans fjarstæðukennt

Kári Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir minnisblað Seðlabankans um greiðslubyrði landsins vegna Icesave vera fjarstæðukennt og grafa undan trúverðugleika bankans í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

LSS lækkar áætlaða útgáfu skuldabréfa um helming

Endurskoðuð áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 10 – 13 milljarðar króna, sem er lækkun um 2 - 11 milljarða frá fyrri áætlun.

Þróun á markaði bendir til væntinga um vaxtalækkanir

Viðskipti á skuldabréfamarkaði hafa verið lífleg í þessari viku. Í þeim hefur ávöxtunarkrafa ríkisbréfa lækkað töluvert sem gæti bent til þess að markaðsaðilar eigi von á meiri lækkun vaxta hér á landi á næstunni en áður var talið.

Sjá næstu 50 fréttir