Samið um endurfjármögnun banka áður en kröfuhafar liggja fyrir Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 27. júlí 2009 19:26 Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, þegar endurfjármögnun bankanna var kynnt þann 20. júlí. Samningar íslenska ríkisins við skilanefndir Glitnis og Kaupþings gera ráð fyrir því að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna geti endurfjármagnað Íslandsbanka og Nýja Kaupþing og eignast í þeim hlut ríkisins. Þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um lokaákvarðanir skilanefndanna sem teknar verða í samráði við kröfuhafa fyrir septemberlok. Þrátt fyrir það hafa skilanefndirnar ekki viljað gefa upp nákvmælega hverjir erlendu kröfuhafarnir eru, þar eð kröfulýsingarfrestur gömlu bankanna rennur ekki út fyrr en síðari hluta árs. Þangað til geti skuldabréf bankans gengið kaupum og sölum, og því viti skilanefndirnar ekki nákvæmlega hverjir kröfuhafarnir eru. Aðspurður hvernig hægt sé að hafa samráð við kröfuhafana þegar þannig standi á svarar Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis: „Það er hægt þannig að skilanefndin er fulltrúi allra kröfuhafa, hverjir svo sem þeir eru. Skilanefndin getur tekið ákvörðunina," segir Árni. Hann segir skilanefnd Glitnis auk þess hafa á bak við sig óformlegt kröfuhafaráð sem eigi á milli þrjátíu til fjörutíu prósent krafna bankans, en þeir hafi áskilið sér að eiga ekki viðskipti með skuldabréf sín. „Skilanefndin hefur endanlegt ákvörðunarvald. Hún reynir að fá viðhorf sem flestra kröfuhafa fyrir þrítugasta september, bæði innan og utan kröfuhafaráðsins." Árni segir skilanefndina taka tillit til þeirra viðhorfa sem fram komi frá einstökum kröfuhöfum, en þegar upp sé staðið beri henni að hafa hagsmuni allra kröfuhafa að leiðarljósi. Tengdar fréttir Leynd yfir eignarhaldi bankanna Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu. 20. júlí 2009 11:36 Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum. 23. júlí 2009 14:02 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Samningar íslenska ríkisins við skilanefndir Glitnis og Kaupþings gera ráð fyrir því að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna geti endurfjármagnað Íslandsbanka og Nýja Kaupþing og eignast í þeim hlut ríkisins. Þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um lokaákvarðanir skilanefndanna sem teknar verða í samráði við kröfuhafa fyrir septemberlok. Þrátt fyrir það hafa skilanefndirnar ekki viljað gefa upp nákvmælega hverjir erlendu kröfuhafarnir eru, þar eð kröfulýsingarfrestur gömlu bankanna rennur ekki út fyrr en síðari hluta árs. Þangað til geti skuldabréf bankans gengið kaupum og sölum, og því viti skilanefndirnar ekki nákvæmlega hverjir kröfuhafarnir eru. Aðspurður hvernig hægt sé að hafa samráð við kröfuhafana þegar þannig standi á svarar Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis: „Það er hægt þannig að skilanefndin er fulltrúi allra kröfuhafa, hverjir svo sem þeir eru. Skilanefndin getur tekið ákvörðunina," segir Árni. Hann segir skilanefnd Glitnis auk þess hafa á bak við sig óformlegt kröfuhafaráð sem eigi á milli þrjátíu til fjörutíu prósent krafna bankans, en þeir hafi áskilið sér að eiga ekki viðskipti með skuldabréf sín. „Skilanefndin hefur endanlegt ákvörðunarvald. Hún reynir að fá viðhorf sem flestra kröfuhafa fyrir þrítugasta september, bæði innan og utan kröfuhafaráðsins." Árni segir skilanefndina taka tillit til þeirra viðhorfa sem fram komi frá einstökum kröfuhöfum, en þegar upp sé staðið beri henni að hafa hagsmuni allra kröfuhafa að leiðarljósi.
Tengdar fréttir Leynd yfir eignarhaldi bankanna Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu. 20. júlí 2009 11:36 Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum. 23. júlí 2009 14:02 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Leynd yfir eignarhaldi bankanna Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu. 20. júlí 2009 11:36
Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum. 23. júlí 2009 14:02