Viðskipti innlent

Samið um endurfjármögnun banka áður en kröfuhafar liggja fyrir

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, þegar endurfjármögnun bankanna var kynnt þann 20. júlí.
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, þegar endurfjármögnun bankanna var kynnt þann 20. júlí.
Samningar íslenska ríkisins við skilanefndir Glitnis og Kaupþings gera ráð fyrir því að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna geti endurfjármagnað Íslandsbanka og Nýja Kaupþing og eignast í þeim hlut ríkisins.

Þessir samningar eru gerðir með fyrirvara um lokaákvarðanir skilanefndanna sem teknar verða í samráði við kröfuhafa fyrir septemberlok.

Þrátt fyrir það hafa skilanefndirnar ekki viljað gefa upp nákvmælega hverjir erlendu kröfuhafarnir eru, þar eð kröfulýsingarfrestur gömlu bankanna rennur ekki út fyrr en síðari hluta árs.

Þangað til geti skuldabréf bankans gengið kaupum og sölum, og því viti skilanefndirnar ekki nákvæmlega hverjir kröfuhafarnir eru.

Aðspurður hvernig hægt sé að hafa samráð við kröfuhafana þegar þannig standi á svarar Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis:

„Það er hægt þannig að skilanefndin er fulltrúi allra kröfuhafa, hverjir svo sem þeir eru. Skilanefndin getur tekið ákvörðunina," segir Árni.

Hann segir skilanefnd Glitnis auk þess hafa á bak við sig óformlegt kröfuhafaráð sem eigi á milli þrjátíu til fjörutíu prósent krafna bankans, en þeir hafi áskilið sér að eiga ekki viðskipti með skuldabréf sín.

„Skilanefndin hefur endanlegt ákvörðunarvald. Hún reynir að fá viðhorf sem flestra kröfuhafa fyrir þrítugasta september, bæði innan og utan kröfuhafaráðsins."

Árni segir skilanefndina taka tillit til þeirra viðhorfa sem fram komi frá einstökum kröfuhöfum, en þegar upp sé staðið beri henni að hafa hagsmuni allra kröfuhafa að leiðarljósi.




Tengdar fréttir

Leynd yfir eignarhaldi bankanna

Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu.

Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár

Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×