Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Gunnar Örn Jónsson skrifar 27. júlí 2009 17:16 Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? Í lok sumars árið 2007, fór lánsfjárkrísan um allan heim að láta á sér bera. Fjárfestar víðsvegar um heiminn héldu að sér höndum og traust á fjármálamörkuðum minnkaði verulega. Á þeim tíma hófst enn meiri gagnrýni erlendra aðila á íslenska útrás, sérstaklega í ljósi þess að útrásin byggðist að langmestu leyti á erlendu lánsfjármagni. Þegar aðgengi íslenskra fyrirtækja að slíku fjármagni minnkaði, dró verulega úr súrefni til þeirra og börðust fyrirtækin í bökkum allt frá haustmánuðum ársins 2007. Ýmislegt var gert til að leysa málin og meðal annars hófu einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi og eignarhaldsfélög, að stofna reikninga í skattaparadísum. Ástæðan fyrir því að bankinn stofnaði reikninga fyrir þessa einstaklinga og eignarhaldsfélög á þessum tímapunkti, er væntanlega sú, að koma eins miklu fjármagni úr landi meðan færi gafst svo erfitt væri að ganga að eigum þeirra, færi viðkomandi aðili eða félag í þrot. Það er mjög einfalt að fela fjármagn á slíkum stöðum og jafn erfitt að rekja slóð og uppruna fjármagnsins þegar það er komið til slíkra eyja.Aðferðin - ein af tveimur sem hér verður lýst Til eru nokkrar aðferðir við að fela slóð þess fjármagns sem fært er til eyjanna en hér munum við rekja tvær þeirra í tveimur aðskildum greinum. Sú síðari mun birtast á Vísi innan skamms. Að stofna reikninga í skattaparadísum er ekkert nýmæli og ekki ólöglegt í sjálfu sér. Slíkt hefur tíðkast í áratugaraðir og fer það eftir löggjöf í hverju landi fyrir sig hvernig slíkum málum er háttað. Aðferðirnar verða raktar í mjög einföldu máli og lögð verður áhersla á staðreyndir og meginatriði. Í rauninni er mjög einfalt að stofna reikninga í þessum eyjum og fela þá ef menn svo kjósa. Í grunnatriðum er farið svona að: Aðili A sendir peninga til einhverrs lands þar sem skattaskjól er við lýði, til dæmis Cayman eyja. Peninginn sendir aðilinn á sitt nafn A, eða til annars félags í hans eigu á viðkomandi eyju. Eftir það stofnar hann fyrirtæki sem hann kallar B, í öðru skattaskjólslandi eða eyju. Viðkomandi býr svo til enn annað félag, C, í öðru skattaskjóli og svo koll af kolli þangað til viðkomandi aðili A, er búinn að búa til nógu mörg félög að nánast er ógjörningur að hafa upp á uppruna peninganna. Hvað þá að komast að því hver stendur á bakvið það fyrirtæki sem nú geymir peninginn og heitir á þessum tímapunkti jafnvel, H. Að lokum, þegar fyrirtæki H hefur verið stofnað eru öll þau félög sem áður voru stofnuð, þurrkuð út og líta þau aldrei dagsbirtuna á nýjan leik. Þeim er hreinlega eytt. Því er mjög erfitt að komast að því hver sé réttur eigandi fyrirtækis H. Það er alltaf lögfræðifyrirtæki í hverju landi fyrir sig sem sér um þessi félög og þá reikninga sem um ræðir. Það lögfræðifyrirtæki heldur öllum upplýsingum um þá aðila og þau viðskipti sem um ræðir algjörlega leyndum. Það er því mjög erfitt að komast að því hver sé eigandi fyrirtækis H, nema lögfræðifyritækið eða lögfræðifyrirtækin sem sáu um að stofna félögin gefi upp eignarhald viðkomandi félaga. Að lokum þykir ansi ólíklegt að löfræðifyirtækin tjái sig um eignarhald á þeim félögum sem þau hafa unnið fyrir þar sem lögfræðifyrirtækin fá ansi vel greitt fyrir sín störf. Meira um málið á Vísi innan skamms og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? Í lok sumars árið 2007, fór lánsfjárkrísan um allan heim að láta á sér bera. Fjárfestar víðsvegar um heiminn héldu að sér höndum og traust á fjármálamörkuðum minnkaði verulega. Á þeim tíma hófst enn meiri gagnrýni erlendra aðila á íslenska útrás, sérstaklega í ljósi þess að útrásin byggðist að langmestu leyti á erlendu lánsfjármagni. Þegar aðgengi íslenskra fyrirtækja að slíku fjármagni minnkaði, dró verulega úr súrefni til þeirra og börðust fyrirtækin í bökkum allt frá haustmánuðum ársins 2007. Ýmislegt var gert til að leysa málin og meðal annars hófu einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi og eignarhaldsfélög, að stofna reikninga í skattaparadísum. Ástæðan fyrir því að bankinn stofnaði reikninga fyrir þessa einstaklinga og eignarhaldsfélög á þessum tímapunkti, er væntanlega sú, að koma eins miklu fjármagni úr landi meðan færi gafst svo erfitt væri að ganga að eigum þeirra, færi viðkomandi aðili eða félag í þrot. Það er mjög einfalt að fela fjármagn á slíkum stöðum og jafn erfitt að rekja slóð og uppruna fjármagnsins þegar það er komið til slíkra eyja.Aðferðin - ein af tveimur sem hér verður lýst Til eru nokkrar aðferðir við að fela slóð þess fjármagns sem fært er til eyjanna en hér munum við rekja tvær þeirra í tveimur aðskildum greinum. Sú síðari mun birtast á Vísi innan skamms. Að stofna reikninga í skattaparadísum er ekkert nýmæli og ekki ólöglegt í sjálfu sér. Slíkt hefur tíðkast í áratugaraðir og fer það eftir löggjöf í hverju landi fyrir sig hvernig slíkum málum er háttað. Aðferðirnar verða raktar í mjög einföldu máli og lögð verður áhersla á staðreyndir og meginatriði. Í rauninni er mjög einfalt að stofna reikninga í þessum eyjum og fela þá ef menn svo kjósa. Í grunnatriðum er farið svona að: Aðili A sendir peninga til einhverrs lands þar sem skattaskjól er við lýði, til dæmis Cayman eyja. Peninginn sendir aðilinn á sitt nafn A, eða til annars félags í hans eigu á viðkomandi eyju. Eftir það stofnar hann fyrirtæki sem hann kallar B, í öðru skattaskjólslandi eða eyju. Viðkomandi býr svo til enn annað félag, C, í öðru skattaskjóli og svo koll af kolli þangað til viðkomandi aðili A, er búinn að búa til nógu mörg félög að nánast er ógjörningur að hafa upp á uppruna peninganna. Hvað þá að komast að því hver stendur á bakvið það fyrirtæki sem nú geymir peninginn og heitir á þessum tímapunkti jafnvel, H. Að lokum, þegar fyrirtæki H hefur verið stofnað eru öll þau félög sem áður voru stofnuð, þurrkuð út og líta þau aldrei dagsbirtuna á nýjan leik. Þeim er hreinlega eytt. Því er mjög erfitt að komast að því hver sé réttur eigandi fyrirtækis H. Það er alltaf lögfræðifyrirtæki í hverju landi fyrir sig sem sér um þessi félög og þá reikninga sem um ræðir. Það lögfræðifyrirtæki heldur öllum upplýsingum um þá aðila og þau viðskipti sem um ræðir algjörlega leyndum. Það er því mjög erfitt að komast að því hver sé eigandi fyrirtækis H, nema lögfræðifyritækið eða lögfræðifyrirtækin sem sáu um að stofna félögin gefi upp eignarhald viðkomandi félaga. Að lokum þykir ansi ólíklegt að löfræðifyirtækin tjái sig um eignarhald á þeim félögum sem þau hafa unnið fyrir þar sem lögfræðifyrirtækin fá ansi vel greitt fyrir sín störf. Meira um málið á Vísi innan skamms og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent