Viðskipti innlent

Nýherji skilaði 90 milljóna króna heildarhagnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heildarhagnaður Nyherja á fyrri árshelmingi þessa árs nam 90 milljónum króna. Þórður Sverrisson, forstjóri fyrirtækisins, segir að þessi ffkoma sé undir væntingum og samdráttur í eftirspurn á Íslandi sé meiri en áætlað var. Einkum hafi sala í hugbúnaðarþróun og ráðgjöf dregist verulega saman. Hins vegar sé sala í ákveðnum vöruflokkum umfram áætlanir, svo sem í tæknibúnaði á neytendamarkaði og rekstrarvöru.

„Rekstur erlendra dótturfélaga Nýherja hf. er að mestu samkvæmt áætlun. Þrátt fyrir almennan samdrátt í Danmörku og Svíþjóð er verkefnastaða Applicon félaganna þar ágæt og hafa þau endursamið við nokkra af sínum helstu viðskiptavinum auk þess að hafa aflað nýrra verkefna. Starfsemi félaganna er mikilvæg fyrir afkomu Nýherja hf. vegna efnahagsástands og gengisþróunar á Íslandi því tekjur þeirra eru um þriðjungur af heildartekjum samstæðunnar og vega því þyngra en oft áður," segir Þórður í tilkynningu sem var send út vegna árshlutauppgjörsins. .








Fleiri fréttir

Sjá meira


×