Viðskipti innlent

Ríkisbréf tvöfaldast milli ára

Staða ríkisbréfa nam 283,7 milljarða kr. í lok júní, samanborið við 148,8 milljarða kr. í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir einnig að staða markaðsskuldabréfa í lok júní 2009 nam 1.542,9 milljörðum kr. og lækkaði um 14,1 milljarð kr. í mánuðinum, samanborið við lækkun upp á 34,2 milljarða kr. í mánuðinum á undan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×