Viðskipti innlent

Uppgjör undir væntingum

Nýherji hagnaðist um 90 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. „Afkoma Ný­herja hf. er undir væntingum á fyrri árshelmingi ársins 2009 og samdráttur í eftirspurn á Íslandi meiri en áætlað var," segir Þórður Sverrisson forstjóri.

Jafnframt er greint frá því í uppgjörinu að vel menntað og sérhæft starfsfólk er farið að flytjast til starfa erlendis og hafa um þrjú prósent starfsmanna Ný­herjasamstæðunnar þegar flutt eða eru að flytjast til starfa hjá upplýsingatæknifélögum erlendis, þar á meðal til dótturfélaga Nýherja. - bþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×