Viðskipti innlent

Þrotabú Fons upp á 20 milljarða

Þrotabú Fons, félags athafnamannsins Pálma Haraldssonar, verður upp á röska 20 milljarða króna að því er segir í frétt á RUV í morgun.

Kröfulýsingafrestur rennur út á mánudag en þegar hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing í Lúxemborg lýst kröfu í búið. Flestar eignir þess eru veðsettar, samkvæmt heimildum RUV. Öryggisfyrirtækið Securitas er á meðal stærstu eigna Fons.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×