Viðskipti innlent

Helguvíkurverkefnið í heimsklassa og mun gefa vel af sér

Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminium segir að Helguvíkurverkefni álfélagsins sé í heimsklassa hvernig sem á það er litið og muni gefa vel af sér til hluthafa félagsins til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör félagsins.

„Okkur miðar vel við að koma aðalframkvæmdunum í gang í Helguvík eins fljótt og hægt er að ætlast til," segir Kruger. „Samhliða því sem við fylgjumst með og gætum að fjárhagsstöðu félagsins."

Kruger gerir álverið á Grundartanga það er Norðurál einnig að umræðuefni sínu í uppgjörinu. Segir hann að starfsmenn þar hafi unnið verulega gott starf við að draga úr kostnaði í rekstri þess.

Century Aluminum skilaði tapi upp á tæpa 34 milljónir dollara, eða tæpa 4,3 milljarða kr., á ársfjórðungnum. Fram kemur að töluvert hefur dregið úr taprekstri félagsins á fyrri helming þessa árs m.v. sama tímabili í fyrra. Í ár nam tapið 148,5 milljónum dollara en á fyrstu sex mánuðum í fyrra var það 237,4 milljónir dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×