Magma kaupir 11% í HS Orku og leggur fram 5 milljarða 23. júlí 2009 16:02 Geysir Green Energy og kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy Corporation (Magma) hafa gert með sér samkomulag um kaup Magma á tæplega 11% hlut í HS Orku af Geysi. Á móti leggur Magma fram fimm milljarða kr. í HS Orku. Í tilkynningu segir að jafnframt sé stefnt að samstarfi fyrirtækjanna um frekari þróun og nýtingu jarðvarma, bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi. Til að hrinda þeim áformum í framkvæmd leggur Magma HS Orku til umtalsvert nýtt hlutafé. Fjárfestingar Magma á Íslandi nema ríflega fimm milljörðum króna og marka viss tímamót, enda er um að ræða fyrstu umtalsverðu fjárfestingu erlends aðila í íslensku atvinnulífi eftir hrun bankanna. Kaup Magma Energy á hlut í HS Orku koma í kjölfar samkomulags Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um breytt eignarhald á HS Orku og HS Veitum sem nýlega hefur verið gengið frá. Með því samkomulagi eignaðist Geysir nær allan hlut Reykjanesbæjar í HS Orku en lét á móti hlut sinn í HS Veitum. Magma leggur Geysi lið við fjármögnun þessara viðskipta og selur Geysir Magma 10,8% af 66% hlut sínum í fyrirtækinu fyrir rúma þrjá milljarða króna. Þá mun Magma einnig leggja HS Orku til tvo milljarða króna í nýju hlutafé, í hlutafjáraukningu sem er fyrirhuguð á næstunni, til að tryggja félaginu frekara fjármagn til framkvæmda. Eignarhlutur Magma í HS Orku mun verða 16% eftir fyrirhugaða hlutafjáraukningu og eignarhlutur Geysis 52%. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að með samningnum sé stigið mikilvægt skref í að marka nýja framtíð Geysis og gera HS Orku jafnframt kleift að ráðast af fullum krafti í uppbyggingu virkjana og stuðla þannig að uppbyggingu atvinnulífsins. „Framundan eru milljarða fjárfestingar á Suðurnesjum og okkur er falið þar leiðandi hlutverk. Það er sérstakt ánægjuefni að erlent orkufyrirtæki skuli tilbúið til samstarfs við Geysi Green Energy um að leggja fram mikið fé og mikla þekkingu til að það megi takast." Ross J. Beaty, stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Magma Energy, undirstrikar að Magma er orkufyrirtæki, ekki fjárfestingafyrirtæki, og allar fjárfestingar þess eru til langs tíma. „Það er mitt mat, eftir að hafa kynnst því hversu mikil sérhæfing, þekking og tækifæri eru til staðar til þróunar jarðvarma á Íslandi, að samstarfið við Geysi og HS Orku sé hárrétt skref fyrir okkur á þessum tímapunkti og muni jafnframt styrkja orkuiðnaðinn á Íslandi, bæði faglega og fjárhagslega." Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Geysir Green Energy og kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy Corporation (Magma) hafa gert með sér samkomulag um kaup Magma á tæplega 11% hlut í HS Orku af Geysi. Á móti leggur Magma fram fimm milljarða kr. í HS Orku. Í tilkynningu segir að jafnframt sé stefnt að samstarfi fyrirtækjanna um frekari þróun og nýtingu jarðvarma, bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi. Til að hrinda þeim áformum í framkvæmd leggur Magma HS Orku til umtalsvert nýtt hlutafé. Fjárfestingar Magma á Íslandi nema ríflega fimm milljörðum króna og marka viss tímamót, enda er um að ræða fyrstu umtalsverðu fjárfestingu erlends aðila í íslensku atvinnulífi eftir hrun bankanna. Kaup Magma Energy á hlut í HS Orku koma í kjölfar samkomulags Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um breytt eignarhald á HS Orku og HS Veitum sem nýlega hefur verið gengið frá. Með því samkomulagi eignaðist Geysir nær allan hlut Reykjanesbæjar í HS Orku en lét á móti hlut sinn í HS Veitum. Magma leggur Geysi lið við fjármögnun þessara viðskipta og selur Geysir Magma 10,8% af 66% hlut sínum í fyrirtækinu fyrir rúma þrjá milljarða króna. Þá mun Magma einnig leggja HS Orku til tvo milljarða króna í nýju hlutafé, í hlutafjáraukningu sem er fyrirhuguð á næstunni, til að tryggja félaginu frekara fjármagn til framkvæmda. Eignarhlutur Magma í HS Orku mun verða 16% eftir fyrirhugaða hlutafjáraukningu og eignarhlutur Geysis 52%. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að með samningnum sé stigið mikilvægt skref í að marka nýja framtíð Geysis og gera HS Orku jafnframt kleift að ráðast af fullum krafti í uppbyggingu virkjana og stuðla þannig að uppbyggingu atvinnulífsins. „Framundan eru milljarða fjárfestingar á Suðurnesjum og okkur er falið þar leiðandi hlutverk. Það er sérstakt ánægjuefni að erlent orkufyrirtæki skuli tilbúið til samstarfs við Geysi Green Energy um að leggja fram mikið fé og mikla þekkingu til að það megi takast." Ross J. Beaty, stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Magma Energy, undirstrikar að Magma er orkufyrirtæki, ekki fjárfestingafyrirtæki, og allar fjárfestingar þess eru til langs tíma. „Það er mitt mat, eftir að hafa kynnst því hversu mikil sérhæfing, þekking og tækifæri eru til staðar til þróunar jarðvarma á Íslandi, að samstarfið við Geysi og HS Orku sé hárrétt skref fyrir okkur á þessum tímapunkti og muni jafnframt styrkja orkuiðnaðinn á Íslandi, bæði faglega og fjárhagslega."
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira