Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar 11 milljónir dollara

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar hf. fyrstu sex mánuði ársins nam liðlega ellefu milljónum dollara þrátt fyrir þriggja prósenta samdrátt í sölu.

Samdráttinn má fyrst og fremst rekja til samdráttar í Evrópu en horfur eru hins vegar góðar á Bandaríkjamarkaði, segir í tilkynningu frá Össuri.

Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi var 3,5 milljónir dollara, samanborið við 3,9 milljónir á sama tímabili árið 2008

"Efnahagsþrengingar á öllum okkar helstu  mörkuðum hafa haft áhrif  á sölu og  viðskiptavinir  okkar  fara varfærnislega  vegna  óvissu  um ástandið.  Samningar  við  suma  birgja  í  Evrópu  hafa  ekki  verið endurnýjaðir sem hefur tímabundið  neikvæð áhrif á  sölu í Evrópu  en ekki arðsemi,“ Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.   

„Skýr stefna  í sölu  og markaðsmálum  í  Bandaríkjunum gefur von um jákvæða  þróun. Ný útgáfa  af rafeindastýrða hnénu  RHEO KNEE II sem og staðfesting á að rafeindastýrði fóturinn PROPRIO  FOOT hafi verið samþykktur inn í endurgreiðslukerfið í Bandaríkjunum  eru mikilvægir áfangar fyrir framtíð bionic vörulínunnar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×