Viðskipti innlent

Lausn fyrir þá sem skulda umfram greiðslugetu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýja Kaupþing hefur aðsetur í Borgartúni. Mynd/ Valgarður.
Nýja Kaupþing hefur aðsetur í Borgartúni. Mynd/ Valgarður.
Nýja Kaupþing hefur útfært nýja lausn fyrir þá viðskiptavini sem búa við skuld umfram greiðslugetu og markaðsvirði eignar. Úrræðið kallast ,,Skuldaaðlögun" og felur í sér að láni viðskiptavinar, að undangengnu greiðslumati, er breytt í nýtt verðtryggt langtímalán.

Nýja lánið er til allt að 40 ára og að lágmarki 80% af markaðsvirði fasteignar. Á eftir nýja láninu verður útbúið tryggingarbréf sem nær upp í 110% af markaðsvirði eignarinnar. Eftirstöðvum upphaflega lánsins er breytt í biðlán án vaxta og verðbóta með einum gjalddaga eftir þrjú ár. Að þeim tíma liðnum verður staðan metin að nýju. Með úrræðinu eru lán löguð að greiðslugetu viðkomandi.

Í tilkynningu frá bankanum segir að fyrst og fremst þeim viðskiptavinum bankans sem búi við skuld umfram greiðslugetu og markaðsvirði eignar en hafi þó greiðslugetu af láni sem nemur að lágmarki 80% af markaðsvirði fasteignar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×