Fleiri fréttir Heildarskuldir þrotabús Samson um 80 milljarðar Helgi Birgisson skiptastjóri þrotabús Samson, eignarhaldsfélags þeirra Björgólfsfeðga, segir að líklega nema heildarskuldir þrotabúsins um 80 milljörðum króna. Hinsvegar sé að ganga frá uppgjörum þrotabúsins við skilanefnd Glitnis vegna gjaldeyrisskiptasamningum. 22.7.2009 14:06 Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2002 Á sama tíma og launahækkanir hafa verið hóflegar hefur verðbólgan geisað, sem gerir það að verkum að kaupmáttur launa hefur minnkað hratt og hefur nú ekki verið lægri hér á landi síðan í árslok 2002. 22.7.2009 11:55 Nordic Partner losar sig við Kong Frederik Hótelkeðjan First Hotel tekur yfir rekstur Hotel Kong Frederik í Danmörku en það var í eigu Nordic partners. Nordic Partners er í eigu Íslendinga. Stjórnarformaður þess er Jón Þór Hjaltason. 22.7.2009 11:51 Höskuldur Ásgeirsson til Portusar Höskuldur Ásgeirsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Portusar hf, sem á og annast byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík. 22.7.2009 11:29 Bandarískur gjaldþrotadómstóll í mál við Nýja Kaupþing Bandaríski gjaldþrotadómstóllinn hefur höfðað mál á hendur Nýja Kaupþing í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða gagnaöflunarmál. 22.7.2009 10:24 Heildarsala skuldabréfa hátt í tvöfaldast milli ára Heildarsala skuldabréfa í júní 2009 nam tæpum 63 milljörðum kr. samanborið við 39,3 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 22.7.2009 09:49 Launavísitala hækkar - kaupmáttur lækkar Launavísitala hækkaði um 0,2 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt Hagstofu Íslands. 22.7.2009 09:16 Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 6,5% milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 34 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins 2009, samanborið við 32 milljarða á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 2 milljarða eða 6,5% á milli ára. 22.7.2009 09:14 Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22.7.2009 08:45 Búið að endurgreiða 33.500 þýskum Edge eigendum Nú er búið að endurgreiða rúmlega 33.500 þýskum eigendum Edge reikninga það sem þeir áttu inni hjá Kaupþingi í Þýskalandi. Heildarupphæðin nemur 320 milljónum evra eða um 57 milljarða kr. 22.7.2009 08:35 Þáttur vogunarsjóða skoðaður Ný bók um fall íslenska bankakerfisins verður gefin út í Bandaríkjunum í lok júlí. Bókin ber titilinn Why Iceland, eða Hvers vegna Ísland, og er eftir dr. Ásgeir Jónsson, yfirhagfræðing Kaupþings. 22.7.2009 06:30 Athugasemd frá skilanefnd Glitnis Samkvæmt samningi stjórnvalda og Glitnis eiga kröfuhafar í gegnum Glitni möguleika á því að eignast Íslandsbanka að hluta eða öllu leyti. Komi til þess verður eignarhald á Íslandsbanka að fullu á forræði skilanefndar Glitnis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skilanefnd Glitnis. 21.7.2009 19:01 Skuldabréfavelta dagsins yfir 21 milljarður Skuldabréfaveltan í kauphöllinni nam 21,3 milljörðum kr. í dag en það er með mesta móti. Veltan á hlutabréfamarkaðinum var einnig töluverð miðað við aðra daga ársins eða rúmlega 73 milljónir kr. 21.7.2009 15:44 Vonar að fyrrum eigendur bankanna séu á brott „Nöfnin verða áfram en fólkið sem áður stóð á bakvið þá er farið. Það vonum við allavega innilega,“ segir Harald Magnus Andreassen aðalhagfræðingur First Securities í Noregi í samtali við vefsíðuna e24.no þar sem hann ræðir um endurfjármögnun íslensku bankanna. 21.7.2009 15:00 Segir tilboð Lur Berri til hluthafa Alfesca vera sanngjarnt Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital telur að tilboðsgengi Lur Berri Iceland ehf., til hluthafa Alfesca sé sanngjarnt. Tilboðið er 4,5 kr. á hlut og segir Saga Capital að tilboðið sé sanngjarnt sér í lagi ef litið er á kennitölur sambærilegra fyrirtækja á markaði og núvirt sjóðstreymi. 21.7.2009 12:53 Skuldatryggingaálag á ríkissjóð lækkar hratt Kostnaður við að tryggja skuldabréf ríkissjóðs í evrum til 5 ára hefur lækkað um nærri 0,8 prósentur frá lokun markaða á miðvikudag. Er álagið nú komið nokkuð undir 600 punkta. 21.7.2009 12:38 Bankar geri ekki út á 100 prósent ríkisábyrgð til frambúðar Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir líklegt að innistæðutryggingakerfið hér á landi verði endurskoðað í samræmi við heildarendurskoðun á umgjörð innistæðutrygginga í Evrópu í framtíðinni. 21.7.2009 10:18 Fréttaskýring: Eignarhaldið verður hjá áhættufjárfestum Töluverð umræða hefur verið um hverjir komi til með að verða hinir erlendu eigendur Íslandsbanka og Nýja Kaupþings við árslok þegar kröfulýsingarfresti í þrotabúin lýkur. Leiða má góð rök fyrir því að stærstu eigendurnir verði áhættufjárfestar, aðallega vogunarsjóðir, en ekki alþjóðlegir stórbankar eins og stjórnvöld hafa gefið út. 21.7.2009 10:18 Segir alla útreikninga á afleiðingum Icesave vera gallaða Jón Daínelsson hagfræðingur við London School of Economics segir að allir útreikningar sem hann hafi séð á afleiðingum Icesave samkomulagsins séu gallaðir. Þetta kemur fram í grein eftir Jón sem birt er í Morgunblaðinu í dag. 21.7.2009 08:50 Enginn arður fyrir árið 2008 Tryggingafélögin greiddu engan arð út fyrir árið 2008 og aðeins eitt þeirra greiddi út arð fyrir árið 2007. Árið 2006 greiddu félögin út frá 29 til 144 prósenta arð, sem hlutfall af hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu. 21.7.2009 03:15 Tryggingamiðstöðin greiddi 144% arð af hagnaði 2006 Tryggingamiðstöðin greiddi hlutfallslega hæstan arð af hagnaði sínum árið 2006 eða 144%. Hagnaðurinn nam 696 milljónum kr. en arðgreiðslan 999 milljónum kr. Arðgreiðsla Sjóvár á þessu ár nam 61% af hagnaði eða 7,3 milljörðum kr. af hagnaði upp á tæplega 12 milljarða kr. VÍS greiddi svo hlutfallslega minnst eða 29%. 20.7.2009 16:09 Endurfjármögnun bankanna ódýrari en áætlað var Kostnaður ríkissjóðs vegna endurfjármögnunar nýju viðskiptabankanna þriggja mun nema um 330 milljörðum króna á þessu ári sem er um 60 milljörðum króna lægri upphæð en áður var áætlað samkvæmt samkomulagi ríkisins og skilanefnda gömlu bankanna. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 20.7.2009 18:23 Atlantic Petroleum lækkaði um 6,7% Ekkert félag hækkaði í hlutabréfaviðskiptum dagsins í kauphöllinni í dag. Mesta lækkun varð hjá Atlantic Petroleum eða tæp 6,7%. Úrvalsvísitalan (OMX16) lækkaði um tæp 0,8% og stendur í 749 stigum. 20.7.2009 15:50 LS Retail fékk viðurkenningu hjá Microsoft Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið LS Retail var útnefnt „Microsoft Dynamics ISV of the year" í Vestur-Evrópu á Microsoft World Wide Partner ráðstefnunni í New Orleans í liðinni viku. 20.7.2009 14:46 Skuldatryggingarálag lækkar eftir bankafréttir Skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið lækkaði í dag í kjölfar frétta víða um heim um endurfjármögnun íslensku bankana. Í morgun stóð álagið í 622 punktum en eftir að fréttirnar um endurfjármögnunina fóru að berast lækkaði álagið í 609 punkta. 20.7.2009 14:32 Erlendir sérfræðingar: Skref í rétta átt Þeir erlendu sérfræðingar sem þegar hafa tjáð sig um samkomulagið um endurfjármögnun bankana segja að um sé að ræða skref í rétta átt. En mikið þurfi að koma til í viðbót ef koma á íslensku efnahagslífi á lappirnar að nýju. 20.7.2009 13:25 Raunlækkun íbúðaverðs í borginni 15% frá áramótum Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% í júní frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum. 20.7.2009 12:21 Skilanefnd leggur fram 65% af eiginfjárframlagi í Nýja Kaupþing Samkvæmt samkomulaginu um endurfjármögnun Nýja Kaupþings mun skilanefnd Kaupþing leggja fram 65% af heildar eiginfjárframlagi í formi almenns hlutafjár og íslenska ríkið 35% í formi víkjandi láns og almenns hlutafjár. 20.7.2009 11:11 Kröfuhafar eignast 90% hlut í Nýja Kaupþingi Gamla Kaupþing mun gefast kostur á að eignast tæplega 90% hlut í Nýja Kaupingi á móti ríkinu, samkvæmt samkomulagi sem skilanefnd Gamla Kaupþings hefur gert við ríkið. 20.7.2009 10:45 Byggingarvísitalan hækkar um 1,8% milli mánaða Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2009 er 486,4 stig sem er hækkun um 1,78% frá fyrri mánuði. 20.7.2009 09:06 Íslandsbanki í eigu útlendinga innan tíðar Glitnir banki hf. mun eignast allt hlutafé í Íslandsbanka með sérstöku samkomulagi sem hefur náðst um fjármagnsskipan bankans. Þetta er niðurstaða samningaviðræðna stjórnvalda við fulltrúa kröfuhafa Glitnis. 20.7.2009 09:05 Ríkið gæti sloppið með 200 milljarða í nýju bankana Framlag ríkissjóðs við endurfjármögnun bankana gæti orðið 200 milljarðar kr. eða 70 milljörðum kr. minna en áður var talið. Er þetta háð því að kröfuhafar verði beinir eignaraðilar að Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi en ekki aðeins óbeinir eins og samkomulag liggur fyrir um. 20.7.2009 08:49 Tilfærslur með hlutabréf VÍS gætu bent til sölu Tilfærslur með hlutabréf í tryggingarfélaginu VÍS gætu bent til þess að eigendurnir séu að undirbúa sölu. 19.7.2009 18:41 Ótti við að Alþingi hafni Icesave til umfjöllunar í erlendum miðlum Erlendir fjölmiðlar fjalla um þann ótta sem ríkir meðal breskra innistæðueigenda að Alþingi hafni Icesave samkomulaginu. Í vefútgáfu Daily Mail er skrifað að Alþingi muni kjósa um samkomulagið í vikunni og hætta sé á að því verði hafnað. 19.7.2009 10:35 Krónueignir erlendra aðila minnka umtalsvert Krónueignir erlendra aðila hafa lækkað umtalsvert frá ársbyrjun eða um 70 milljarða króna. Þess ber að geta að langtímaeignir hafa aukist lítillega en aðallega hafa skammtímaeignir þó minnkað, úr 330 milljörðum í 260 milljarða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 17.7.2009 17:02 Skuldabréfavelta nam rúmum 11 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmum 11,2 milljörðum króna í dag. Velta með íbúðabréf nam einungis um 3,4 milljörðum króna. 17.7.2009 16:23 Landsbankinn ætlar ekki að hækka íbúðalánavexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka ekki vexti á þeim íbúðalánum sem koma til endurskoðunar á árinu, 17.7.2009 16:01 Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka inn- og útlánsvexti þann 21. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að með því sé tekið enn eitt mikilvægt skref til að létta greiðslubyrði skuldsettra heimila og fyrirtækja. 17.7.2009 15:55 Gjaldþrotið hjá Gott fólk er upp á tæpar 300 milljónir Gjaldþrot auglýsingastofunnar Góðs fólks nemur hátt í 300 milljónum króna. Félagið á aðeins fjórar milljónir upp í 50 milljóna kröfu vegna launa og lífeyrissréttinda starfsmanna. Eigandi auglýsingastofunnar var Karl Wernersson. 17.7.2009 13:21 Spáir því að ársverðbólgan lækki í 11,3% í júlí Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2% í júlí. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 12,2% í 11,3%, sem er minni verðbólga en sést hefur síðan í mars 2008. 17.7.2009 11:49 Skuldatryggingarálag lækkaði við fréttir um ESB viðræður Skuldatryggingarálag á ríkissjóð lækkaði talsvert í gær í kjölfar frétta um að alþingi hefði samþykkt aðildarviðræður við ESB. Álagið fór úr 660 punktum í upphafi dags í 624 punkta í dagslok samkvæmt gögnum frá Bloomberg. 17.7.2009 11:21 ÍLS minnkar útgáfu íbúðabréfa sinna um 5-6 milljarða Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 28-32 milljarðar króna, sem er lækkun um 5-6 milljarða frá fyrri tölum. 17.7.2009 10:47 Endurfjármögnun bankanna tilkynnt á mánudag Ráðgert er að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu á mánudag þar sem grein verður gerð fyrir niðurstöðum samningaviðræðna og þá um leið hvernig staðið verður að endurfjármögnun bankanna. Lokafrestur sem Fjármálaeftirlitið gaf í málinu rennur hinsvegar út í dag. 17.7.2009 09:52 Tryggingarfélögin töpuðu samanlagt 50 milljörðum í fyrra Innlendu tryggingafélögin (vátryggingafélög í annarri starfsemi en líftryggingastarfsemi) töpuðu samanlagt 49,6 milljarða kr. á síðasta ári. Til samanburðar var samanlagður hagnaður félaganna 20,3 milljarðar kr. árið 2007. 17.7.2009 08:54 Erlendar krónueignir hafa minnkað um 70 milljarða í ár Peningastefnunefnd ræddi krónueignir erlendra aðila á síðasta fundi sínum í byrjun júlí. Samkvæmt nýju mati nam eign þeirra 610 milljörðum kr. í lok júní og hafði þá minnkað um 70 milljarða kr. frá ársbyrjun. 17.7.2009 08:44 Sjá næstu 50 fréttir
Heildarskuldir þrotabús Samson um 80 milljarðar Helgi Birgisson skiptastjóri þrotabús Samson, eignarhaldsfélags þeirra Björgólfsfeðga, segir að líklega nema heildarskuldir þrotabúsins um 80 milljörðum króna. Hinsvegar sé að ganga frá uppgjörum þrotabúsins við skilanefnd Glitnis vegna gjaldeyrisskiptasamningum. 22.7.2009 14:06
Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2002 Á sama tíma og launahækkanir hafa verið hóflegar hefur verðbólgan geisað, sem gerir það að verkum að kaupmáttur launa hefur minnkað hratt og hefur nú ekki verið lægri hér á landi síðan í árslok 2002. 22.7.2009 11:55
Nordic Partner losar sig við Kong Frederik Hótelkeðjan First Hotel tekur yfir rekstur Hotel Kong Frederik í Danmörku en það var í eigu Nordic partners. Nordic Partners er í eigu Íslendinga. Stjórnarformaður þess er Jón Þór Hjaltason. 22.7.2009 11:51
Höskuldur Ásgeirsson til Portusar Höskuldur Ásgeirsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Portusar hf, sem á og annast byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík. 22.7.2009 11:29
Bandarískur gjaldþrotadómstóll í mál við Nýja Kaupþing Bandaríski gjaldþrotadómstóllinn hefur höfðað mál á hendur Nýja Kaupþing í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða gagnaöflunarmál. 22.7.2009 10:24
Heildarsala skuldabréfa hátt í tvöfaldast milli ára Heildarsala skuldabréfa í júní 2009 nam tæpum 63 milljörðum kr. samanborið við 39,3 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 22.7.2009 09:49
Launavísitala hækkar - kaupmáttur lækkar Launavísitala hækkaði um 0,2 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt Hagstofu Íslands. 22.7.2009 09:16
Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 6,5% milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 34 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins 2009, samanborið við 32 milljarða á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 2 milljarða eða 6,5% á milli ára. 22.7.2009 09:14
Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22.7.2009 08:45
Búið að endurgreiða 33.500 þýskum Edge eigendum Nú er búið að endurgreiða rúmlega 33.500 þýskum eigendum Edge reikninga það sem þeir áttu inni hjá Kaupþingi í Þýskalandi. Heildarupphæðin nemur 320 milljónum evra eða um 57 milljarða kr. 22.7.2009 08:35
Þáttur vogunarsjóða skoðaður Ný bók um fall íslenska bankakerfisins verður gefin út í Bandaríkjunum í lok júlí. Bókin ber titilinn Why Iceland, eða Hvers vegna Ísland, og er eftir dr. Ásgeir Jónsson, yfirhagfræðing Kaupþings. 22.7.2009 06:30
Athugasemd frá skilanefnd Glitnis Samkvæmt samningi stjórnvalda og Glitnis eiga kröfuhafar í gegnum Glitni möguleika á því að eignast Íslandsbanka að hluta eða öllu leyti. Komi til þess verður eignarhald á Íslandsbanka að fullu á forræði skilanefndar Glitnis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skilanefnd Glitnis. 21.7.2009 19:01
Skuldabréfavelta dagsins yfir 21 milljarður Skuldabréfaveltan í kauphöllinni nam 21,3 milljörðum kr. í dag en það er með mesta móti. Veltan á hlutabréfamarkaðinum var einnig töluverð miðað við aðra daga ársins eða rúmlega 73 milljónir kr. 21.7.2009 15:44
Vonar að fyrrum eigendur bankanna séu á brott „Nöfnin verða áfram en fólkið sem áður stóð á bakvið þá er farið. Það vonum við allavega innilega,“ segir Harald Magnus Andreassen aðalhagfræðingur First Securities í Noregi í samtali við vefsíðuna e24.no þar sem hann ræðir um endurfjármögnun íslensku bankanna. 21.7.2009 15:00
Segir tilboð Lur Berri til hluthafa Alfesca vera sanngjarnt Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital telur að tilboðsgengi Lur Berri Iceland ehf., til hluthafa Alfesca sé sanngjarnt. Tilboðið er 4,5 kr. á hlut og segir Saga Capital að tilboðið sé sanngjarnt sér í lagi ef litið er á kennitölur sambærilegra fyrirtækja á markaði og núvirt sjóðstreymi. 21.7.2009 12:53
Skuldatryggingaálag á ríkissjóð lækkar hratt Kostnaður við að tryggja skuldabréf ríkissjóðs í evrum til 5 ára hefur lækkað um nærri 0,8 prósentur frá lokun markaða á miðvikudag. Er álagið nú komið nokkuð undir 600 punkta. 21.7.2009 12:38
Bankar geri ekki út á 100 prósent ríkisábyrgð til frambúðar Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir líklegt að innistæðutryggingakerfið hér á landi verði endurskoðað í samræmi við heildarendurskoðun á umgjörð innistæðutrygginga í Evrópu í framtíðinni. 21.7.2009 10:18
Fréttaskýring: Eignarhaldið verður hjá áhættufjárfestum Töluverð umræða hefur verið um hverjir komi til með að verða hinir erlendu eigendur Íslandsbanka og Nýja Kaupþings við árslok þegar kröfulýsingarfresti í þrotabúin lýkur. Leiða má góð rök fyrir því að stærstu eigendurnir verði áhættufjárfestar, aðallega vogunarsjóðir, en ekki alþjóðlegir stórbankar eins og stjórnvöld hafa gefið út. 21.7.2009 10:18
Segir alla útreikninga á afleiðingum Icesave vera gallaða Jón Daínelsson hagfræðingur við London School of Economics segir að allir útreikningar sem hann hafi séð á afleiðingum Icesave samkomulagsins séu gallaðir. Þetta kemur fram í grein eftir Jón sem birt er í Morgunblaðinu í dag. 21.7.2009 08:50
Enginn arður fyrir árið 2008 Tryggingafélögin greiddu engan arð út fyrir árið 2008 og aðeins eitt þeirra greiddi út arð fyrir árið 2007. Árið 2006 greiddu félögin út frá 29 til 144 prósenta arð, sem hlutfall af hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu. 21.7.2009 03:15
Tryggingamiðstöðin greiddi 144% arð af hagnaði 2006 Tryggingamiðstöðin greiddi hlutfallslega hæstan arð af hagnaði sínum árið 2006 eða 144%. Hagnaðurinn nam 696 milljónum kr. en arðgreiðslan 999 milljónum kr. Arðgreiðsla Sjóvár á þessu ár nam 61% af hagnaði eða 7,3 milljörðum kr. af hagnaði upp á tæplega 12 milljarða kr. VÍS greiddi svo hlutfallslega minnst eða 29%. 20.7.2009 16:09
Endurfjármögnun bankanna ódýrari en áætlað var Kostnaður ríkissjóðs vegna endurfjármögnunar nýju viðskiptabankanna þriggja mun nema um 330 milljörðum króna á þessu ári sem er um 60 milljörðum króna lægri upphæð en áður var áætlað samkvæmt samkomulagi ríkisins og skilanefnda gömlu bankanna. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 20.7.2009 18:23
Atlantic Petroleum lækkaði um 6,7% Ekkert félag hækkaði í hlutabréfaviðskiptum dagsins í kauphöllinni í dag. Mesta lækkun varð hjá Atlantic Petroleum eða tæp 6,7%. Úrvalsvísitalan (OMX16) lækkaði um tæp 0,8% og stendur í 749 stigum. 20.7.2009 15:50
LS Retail fékk viðurkenningu hjá Microsoft Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið LS Retail var útnefnt „Microsoft Dynamics ISV of the year" í Vestur-Evrópu á Microsoft World Wide Partner ráðstefnunni í New Orleans í liðinni viku. 20.7.2009 14:46
Skuldatryggingarálag lækkar eftir bankafréttir Skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið lækkaði í dag í kjölfar frétta víða um heim um endurfjármögnun íslensku bankana. Í morgun stóð álagið í 622 punktum en eftir að fréttirnar um endurfjármögnunina fóru að berast lækkaði álagið í 609 punkta. 20.7.2009 14:32
Erlendir sérfræðingar: Skref í rétta átt Þeir erlendu sérfræðingar sem þegar hafa tjáð sig um samkomulagið um endurfjármögnun bankana segja að um sé að ræða skref í rétta átt. En mikið þurfi að koma til í viðbót ef koma á íslensku efnahagslífi á lappirnar að nýju. 20.7.2009 13:25
Raunlækkun íbúðaverðs í borginni 15% frá áramótum Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% í júní frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum. 20.7.2009 12:21
Skilanefnd leggur fram 65% af eiginfjárframlagi í Nýja Kaupþing Samkvæmt samkomulaginu um endurfjármögnun Nýja Kaupþings mun skilanefnd Kaupþing leggja fram 65% af heildar eiginfjárframlagi í formi almenns hlutafjár og íslenska ríkið 35% í formi víkjandi láns og almenns hlutafjár. 20.7.2009 11:11
Kröfuhafar eignast 90% hlut í Nýja Kaupþingi Gamla Kaupþing mun gefast kostur á að eignast tæplega 90% hlut í Nýja Kaupingi á móti ríkinu, samkvæmt samkomulagi sem skilanefnd Gamla Kaupþings hefur gert við ríkið. 20.7.2009 10:45
Byggingarvísitalan hækkar um 1,8% milli mánaða Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2009 er 486,4 stig sem er hækkun um 1,78% frá fyrri mánuði. 20.7.2009 09:06
Íslandsbanki í eigu útlendinga innan tíðar Glitnir banki hf. mun eignast allt hlutafé í Íslandsbanka með sérstöku samkomulagi sem hefur náðst um fjármagnsskipan bankans. Þetta er niðurstaða samningaviðræðna stjórnvalda við fulltrúa kröfuhafa Glitnis. 20.7.2009 09:05
Ríkið gæti sloppið með 200 milljarða í nýju bankana Framlag ríkissjóðs við endurfjármögnun bankana gæti orðið 200 milljarðar kr. eða 70 milljörðum kr. minna en áður var talið. Er þetta háð því að kröfuhafar verði beinir eignaraðilar að Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi en ekki aðeins óbeinir eins og samkomulag liggur fyrir um. 20.7.2009 08:49
Tilfærslur með hlutabréf VÍS gætu bent til sölu Tilfærslur með hlutabréf í tryggingarfélaginu VÍS gætu bent til þess að eigendurnir séu að undirbúa sölu. 19.7.2009 18:41
Ótti við að Alþingi hafni Icesave til umfjöllunar í erlendum miðlum Erlendir fjölmiðlar fjalla um þann ótta sem ríkir meðal breskra innistæðueigenda að Alþingi hafni Icesave samkomulaginu. Í vefútgáfu Daily Mail er skrifað að Alþingi muni kjósa um samkomulagið í vikunni og hætta sé á að því verði hafnað. 19.7.2009 10:35
Krónueignir erlendra aðila minnka umtalsvert Krónueignir erlendra aðila hafa lækkað umtalsvert frá ársbyrjun eða um 70 milljarða króna. Þess ber að geta að langtímaeignir hafa aukist lítillega en aðallega hafa skammtímaeignir þó minnkað, úr 330 milljörðum í 260 milljarða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 17.7.2009 17:02
Skuldabréfavelta nam rúmum 11 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmum 11,2 milljörðum króna í dag. Velta með íbúðabréf nam einungis um 3,4 milljörðum króna. 17.7.2009 16:23
Landsbankinn ætlar ekki að hækka íbúðalánavexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka ekki vexti á þeim íbúðalánum sem koma til endurskoðunar á árinu, 17.7.2009 16:01
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka inn- og útlánsvexti þann 21. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að með því sé tekið enn eitt mikilvægt skref til að létta greiðslubyrði skuldsettra heimila og fyrirtækja. 17.7.2009 15:55
Gjaldþrotið hjá Gott fólk er upp á tæpar 300 milljónir Gjaldþrot auglýsingastofunnar Góðs fólks nemur hátt í 300 milljónum króna. Félagið á aðeins fjórar milljónir upp í 50 milljóna kröfu vegna launa og lífeyrissréttinda starfsmanna. Eigandi auglýsingastofunnar var Karl Wernersson. 17.7.2009 13:21
Spáir því að ársverðbólgan lækki í 11,3% í júlí Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2% í júlí. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 12,2% í 11,3%, sem er minni verðbólga en sést hefur síðan í mars 2008. 17.7.2009 11:49
Skuldatryggingarálag lækkaði við fréttir um ESB viðræður Skuldatryggingarálag á ríkissjóð lækkaði talsvert í gær í kjölfar frétta um að alþingi hefði samþykkt aðildarviðræður við ESB. Álagið fór úr 660 punktum í upphafi dags í 624 punkta í dagslok samkvæmt gögnum frá Bloomberg. 17.7.2009 11:21
ÍLS minnkar útgáfu íbúðabréfa sinna um 5-6 milljarða Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 28-32 milljarðar króna, sem er lækkun um 5-6 milljarða frá fyrri tölum. 17.7.2009 10:47
Endurfjármögnun bankanna tilkynnt á mánudag Ráðgert er að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu á mánudag þar sem grein verður gerð fyrir niðurstöðum samningaviðræðna og þá um leið hvernig staðið verður að endurfjármögnun bankanna. Lokafrestur sem Fjármálaeftirlitið gaf í málinu rennur hinsvegar út í dag. 17.7.2009 09:52
Tryggingarfélögin töpuðu samanlagt 50 milljörðum í fyrra Innlendu tryggingafélögin (vátryggingafélög í annarri starfsemi en líftryggingastarfsemi) töpuðu samanlagt 49,6 milljarða kr. á síðasta ári. Til samanburðar var samanlagður hagnaður félaganna 20,3 milljarðar kr. árið 2007. 17.7.2009 08:54
Erlendar krónueignir hafa minnkað um 70 milljarða í ár Peningastefnunefnd ræddi krónueignir erlendra aðila á síðasta fundi sínum í byrjun júlí. Samkvæmt nýju mati nam eign þeirra 610 milljörðum kr. í lok júní og hafði þá minnkað um 70 milljarða kr. frá ársbyrjun. 17.7.2009 08:44